Samráð fyrirhugað 29.03.2021—19.04.2021
Til umsagnar 29.03.2021—19.04.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 19.04.2021
Niðurstöður birtar

Tæknileg kröfulýsing vegna rafrænna þinglýsinga

Mál nr. 71/2021 Birt: 29.03.2021 Síðast uppfært: 29.03.2021
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 29.03.2021–19.04.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Rafrænar þinglýsingar er lykilþáttur í stafrænni stjórnsýslu. Grundvöllur fyrir framkvæmd rafrænna þinglýsinga er tækniuppbygging og hvernig gögn eigi að berast til sýslumanna með rafrænum hætti. Markmið meðfylgjandi kröfulýsingar er að skilgreina gerð, undirritun og varðveislu skjala sem munu berast til þinglýsingar.

Rafrænar þinglýsingar er lykilþáttur í stafrænni stjórnsýslu. Grundvöllur fyrir framkvæmd rafrænna þinglýsinga er tækniuppbygging og hvernig gögn eigi að berast til sýslumanna með rafrænum hætti.

Til staðar er reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 910/2014, gjarnan nefnd eIDAS, sem var innleidd í landsrétt með lögum nr. 55/2019 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti. Með lögunum var ákvæðum reglugerðarinnar veitt lagagildi hér á landi og er markmið laganna að tryggja að örugg rafræn auðkenning og sannvottun sé möguleg til aðgangs að nettengdri þjónustu yfir landamæri sem aðildarríki á EES-svæðinu bjóða einstaklingum og lögaðilum. Þá þjóna lögin jafnframt þeim tilgangi að auka traust í rafrænum viðskiptum með því að kveða á um réttaráhrif og kröfur til rafrænna auðkenningarleiða og traustþjónustu. eIDAS reglugerðina má finna hér: https://www.althingi.is/lagasafn/pdf/151a/i32014R0910.pdf

Við vinnslu á rafrænum þinglýsingum er búið að skilgreina tæknilega uppbyggingu sem uppfyllir kröfur fyrrgreindrar reglugerðar og þau viðmið að lausnum sem hún boðar fyrir rafræna auðkenningu og undirskriftir. Búið er að ákvarða hvernig undirritun, birting og varðveisla gagna eigi að fara fram, ásamt því að skilgreina framleiðsluferlið á skjölum hjá þeim sem nýta sér rafrænar þinglýsingar. Lausnin uppfyllir eins og fyrr greinir kröfur reglugerðarinnar og nýtir útgefna staðla sem virka fyrir PDF skjöl (PaDES) og XML (XaDES) skeyti.

Til hagsbóta fyrir hagsmunaaðila, hefur kröfulýsing verið samin/hönnuð með það að markmiði að útfæra gerð, undirritun og varðveislu skjala sem munu berast til þinglýsingar.

Tilgangur kröfulýsingarinnar er tvíþættur:

• Að svara eftirspurn eftir leiðbeiningum um hvernig eigi að útbúa gögn til innsendingar í rafræna þinglýsingu, þ.e. hvaða staðla eigi að miða við í þeim efnum.

• Að útbúa staðla sem tryggja að gögn uppfylli kröfur til varðveislu og öryggis sem sett lög áskilja hverju sinni.

Lausnir og staðlar eru settir fram á ensku þar sem þeir byggja á regluverki ESB. Þá þykir enskan jafnframt líklegri til að tryggja að tæknileg kröfulýsing tapist ekki eða abakist við þýðingar. Á síðari stigum má sjá fyrir sér að íslensk útgáfa verði útbúin ásamt því að leiðbeiningar og kynningarefni verði aðgengilegt á íslensku.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.