Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–19.3.2021

2

Í vinnslu

  • 20.3.–13.6.2021

3

Samráði lokið

  • 14.6.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-72/2021

Birt: 5.3.2021

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

REGLUGERÐ um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna.

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er sú að reglugerð nr. 677/2021 var gefin út 25. maí 2021. Innkomnar umsagnir gáfu ekki tilefni til að breyta þeim drögum sem kynnt voru í samráðsgátt.

Málsefni

Drög að reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Um er að ræða endurskoðun á reglugerð frá 2015 um meðferð varnarefna. 

Nánari upplýsingar

Drög að reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Reglugerðin tekur við af reglugerð nr. 980/2015 um meðferð varnarefna, sem innleiðir tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um aðgerðarramma Bandalagsins til að ná fram sjálfbærri notkun varnarefna.

Um er að ræða samræmi við breytingar á efnalögum, nr. 61/2013, sem felur í sér breytta hugtakanotkun og aukinn skýrleika einstakra ákvæða, auk þess sem breytinga er þörf í kjölfar reynslu af framkvæmd eldri reglugerðar.

Meðal breytinga á efnalögum má nefna að hugtakið varnarefni var áður skilgreint í efnalögum sem samheiti fyrir plöntuverndarvörur og sæfivörur. Fallið hefur verið frá þessari nálgun og þess í stað er notast við hugtökin plöntuverndarvörur, sæfivörur eða útrýmingarefni hennar. Sæfivörur er samheiti yfir vörur sem notaðar eru í því skyni að vernda fólk, dýr, vatn, yfirborð, efni og vörur fyrir skaðvöldum, t.d. meindýrum, bakteríum, sveppum eða öðrum óæskilegum lífverum. Einnig er gert ráð fyrir þeirri breytingu í reglugerðinni að gildistími notendaleyfa verði átta ár, með heimild til framlengingar í allt að tvö ár, hafi umsækjandi ekki komist á námskeið vegna endurnýjunar á leyfinu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis- og skipulags

postur@uar.is