Umsagnarfrestur er liðinn (10.03.2021–24.03.2021).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Lögð er til breyting á reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda sem lýtur að merkingu matvæla sem eru forpökkuð þannig að heimilt verði að veita lögbundnar matvælaupplýsingar með tæknilausnum.
Hingað til hefur verið heimilt að setja lögboðnar upplýsingar á forpökkuð matvæli með tvennum hætti, þ.e. annars vegar beint á umbúðunum eða hins vegar á merkimiða sem er festur á umbúðirnar. Með vísan til þess hefur við innflutning matvæla frá ríkjum utan EES þurft að endurmerkja matvæli með tilheyrandi kostnaði fyrir neytendur og innflytjendur auk þess sem slíkt hefur skapað viðskiptahindrun við nánustu viðskiptalönd Íslands utan EES og minnkað svigrúm EFTA-EES ríkjanna til að gera viðskiptasamninga við ríki utan EES. Með breytingunni er lagt til að heimilt verði að veita lögbundnar matvælaupplýsingar með tæknilausnum, þ.e. með því að vöruupplýsingar forpakkaðra matvæla séu aðgengilegar með strikamerki eða QR kóða sem unnt er að lesa af með smáforriti. Gerð er sú krafa að við sölu matvæla sem merkt eru með þeim hætti verði skylt að tryggja að fyrir hendi sé nauðsynlegur tækjabúnaður sem neytendur hafa aðgengi að á hverjum sölustað í því skyni að nálgast lögboðnar upplýsingar matvæla. Með hugbúnaðarnýsköpun og örri tækniþróun hefur tekist að búa til lausn sem tryggir sömu neytendavernd m.t.t. merkinga matvæla án þess að endurmerking sé nauðsynlegt.
Meðfylgjandi er umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um málið.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samtaka smáframleiðenda matvæla um málið.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Neytendasamtakanna
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Landssambands kúabænda.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Matvælastofnunar um drög að reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda (mál nr. 74/2021).
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn Félags atvinnurekenda.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn frá Sambandi garðyrkjubænda og Sölufélagi garðyrkjumanna.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
ViðhengiFyrirhuguð breyting er mjög óneytendavæn.
Innihaldslýsingar á matvöru þurfa að fylgja vörunni alveg inn í eldhús. Möguleiki á rafrænum lýsingum í verzlun eru alls ófullnægjandi upplýsingar fyrir neytendur.
Lagt er til, að fallið verði frá umræddri breytingarhugmynd, enda brýtur hún gegn öllum viðurkenndum sjónarmiðum um neytendavernd.
Virðingarfyllt,
Hörður Einarsson
Sjá umsögn embættis landlæknis í viðhengi.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn SI um málið.
ViðhengiSjá hjálagða umsögn Bændasamtaka Íslands.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands um málið.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins og SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1294/2014, um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samtaka ungra bænda um málið.
ViðhengiMeðfylgjandi í viðhengi er umsögn Alþýðusambands Íslands um drög að reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1294/2014, um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.
Viðhengi