Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.–25.3.2021

2

Í vinnslu

  • 26.3.–29.11.2021

3

Samráði lokið

  • 30.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-75/2021

Birt: 10.3.2021

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Reglugerð um umsókn um samþykki ráðherra fyrir ráðstöfun fasteignar á grundvelli 10. gr. a jarðalaga.

Niðurstöður

Reglugerðardrög verða tekin til endurskoðunar.

Málsefni

Skylt er að afla samþykkis ráðherra fyrir ráðstöfun fasteignar að tilgreindum skilyrðum uppfylltum sbr. 10. gr. a jarðalaga nr. 81/2004. Með reglugerðinni verður málsmeðferð slíkra mála skýrð.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt breytingum á jarðalögum nr. 81/2004 sem tóku gildi um mitt ár 2020 er aðilum nú skylt að afla samþykkis ráðherra fyrir ráðstöfun fasteignar ef fasteign er lögbýli og viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir fimm eða fleiri fasteignir sem eru skráðar í lögbýlaskrá enda nemi samanlögð stærð þeirra 50 hekturum eða meira, eða viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 1.500 hektarar eða meira að stærð. Í umræddri 10. gr. a jarðalaga er tilgreint hvað þarf að koma fram í umsókn aðila og til hvaða sjónarmiða ráðherra skal líta vegna ákvörðunar um það hvort veita eigi samþykki samkvæmt greininni eða synja því.

Samkvæmt 14. mgr. 10. gr. a er ráðherra heimilt að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um form, efni og fylgigögn með umsóknum um samþykki samkvæmt ákvæðinu og um framkvæmd ákvæðisins að öðru leyti. Reglugerðardrögin eru samin á grundvelli framangreinds.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa landbúnaðarmála

postur@anr.is