Mál nr. S-78/2021

Birt: 12.3.2021

Fjöldi umsagna: 3

Annað

Forsætisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Skýrsla um alþjóðasamning um afnám allrar mismununar gagnvart konum

Niðurstöður

Drög að skýrslu Íslands um framkvæmd Samnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum voru birt í samráðsgátt stjórnvalda þann 27. ágúst 2021. Í inngangi hennar er fjallað stuttlega um þær umsagnir sem bárust.

Málsefni

Kallað eftir ábendingum og tillögum um atriði sem leggja skal áherslu á við gerð skýrslu Íslands um framkvæmd alþjóðasamningsins um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasamningur Sameinuðu þjóðanna). Skýrslan mun taka til áranna 2014 til 2020.

Nánari upplýsingar

Nú er unnið að níundu skýrslu Íslands um alþjóðasamning um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasamningur Sameinuðu þjóðanna, e. Convention on the Elimination of all Forms of Discrimination Against Women (CEDAW). Skýrslan mun taka til áranna 2014 til 2020. Leitast verður við að gefa sem besta mynd af framfylgd samningsins sem og því hvernig tekið var tillit til tilmæla nefndarinnar til Íslands frá 10. mars 2016.

Skrifstofa jafnréttismála í forsætisráðuneytinu sér um skýrsluskrifin og kallar eftir efni í skýrsluna frá öðrum ráðuneytum og eftir atvikum stofnunum. Haft verður samráð við stýrihóp Stjórnarráðsins um mannréttindi auk þess sem forsætisráðuneytið leggur áherslu á samráð við hagsmunaaðila og óskar því eftir ábendingum og tillögum við áhersluatriði í skýrslunni.

Drög að skýrslunni verða kynnt í samráðsgátt og haldinn opinn samráðsfundur þar sem gefst tækifæri til að koma frekari athugasemdum á framfæri.

Frjáls félagasamtök geta gert eigin skýrslur og sent nefndinni. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um það ferli má nálgast í fylgiskjali hér til hliðar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa jafnréttismála

for@for.is