Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.–23.3.2021

2

Í vinnslu

  • 24.3.–18.4.2021

3

Samráði lokið

  • 19.4.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-80/2021

Birt: 16.3.2021

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (nýsköpun, arður, yfirskattanefnd o.fl.).

Niðurstöður

Í umsögn Viðskiptaráðs Íslands eru ekki gerðar athugasemdir við frumvarpsdrögin og er hvatt til framgöngu þeirra. Í umsögn KPMG eru gerðar athugasemdir sem komið hefur verið til móts við að einhverju leyti og frumvarpsdrögin tekið breytingum í samræmi við það.

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld m.a. með það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi nýsköpunarfyrirtækja, einstaklinga og annarra lögaðila auk nauðsynlegra breytinga á lögum á sviði skattamála.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið má m.a. rekja til nýsköpunarstefnu stjórnvalda fyrir Ísland sem markar sýn til ársins 2030. Lagt er til að ákvæði tekjuskattslaga um skattlagningu á kauprétti hlutabréfa verði rýmkuð, heimilt verði að fresta um tvenn áramót hagnaði lögaðila vegna breytanlegra skuldabréfa, hagnaður vegna viðskipta með hlutabréf sem skipt hefur verið fyrir hlutabréf í öðru félagi teljist ekki til skattskyldra fjármagnstekna fyrr en hlutabréfin eru seld. Þá er lagt til að við ákvæði laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur verði kveðið á um að kaupfélög og önnur samvinnufélög verði undanþegin staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts vegna fjárhæðar arðs sem þau hafa fengið úthlutaða eða greidda frá ákveðnum félögum samkvæmt lögum um tekjuskatt. Jafnframt eru lagðar til breytingar á 262. gr. almennra hegningarlaga þar sem nauðsynlegt er talið að vísun til hegningarlaga í ákvæðum skattalaga sé jafnframt tekin upp sem verknaðarlýsing í 262. gr. laganna í þeim tilfellum þegar um stórfelld brot er að ræða. Enn fremur er lagt til að tekið verði gjald fyrir útgáfu könnunarvottorðs er snúa að viðurkenningu á hjónavígslu sem framkvæmd er erlendis og vafi leikur á hvort uppfyllt eru skilyrði fyrir skráningu hjónavígslunnar. Þrjár breytingar eru lagðar til á lögum um yfirskattanefnd. Í fyrsta lagi eru lagðar til breytingar á þeim fjölda nefndarmanna sem skipaðir eru til að sitja í yfirskattanefnd. Í öðru lagi er lagt til að lögfesta starfsreglur yfirskattanefndar um forsendur fyrir ákvörðun málskostnaðar úr ríkissjóði. Í þriðja lagi er lögð til breyting á lögunum varðandi endurákvörðun vegna kæru með þeim hætti að ákvæðið einskorðist ekki við ákvarðanir ríkisskattstjóra heldur taki einnig til ákvarðana annarra stjórnvalda.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is