Samráð fyrirhugað 18.03.2021—29.04.2021
Til umsagnar 18.03.2021—29.04.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 29.04.2021
Niðurstöður birtar

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Bolafjall

Mál nr. 81/2021 Birt: 18.03.2021
  • Utanríkisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 18.03.2021–29.04.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Utanríkisráðuneytið og Bolungarvíkurkaupstaður auglýsa tillögu að deiliskipulagi Bolafjalls í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnarfrestur til 29. apríl 2021.

Utanríkisráðuneytið og Bolungarvíkurkaupstaður auglýsa sameiginlega tillögu að deiliskipulagi Bolafjalls í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið sem deiliskipulagstillagan tekur til er um 38 hektarar að flatarmáli og að stærstum hluta skilgreint sem óbyggt svæði. Um 11,5 hektara svæði er skilgreint með blandaða landnotkun, þjónustustofnanir og verslunar- og þjónustusvæði. Þar er m.a. gefið svigrúm til upp uppbyggingar útsýnispalla við fjallsbrún, bílastæða og þjónustuhúss. Innan svæðisins er lóð ratsjár- og fjarskiptastöðvar Atlantshafsbandalagsins sem rekin er af Landhelgisgæslu Íslands og skilgreind er sem öryggissvæði. Öryggissvæðið er um 8 hektarar. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra fer með yfirstjórn skipulagsmála á öryggissvæðinu sbr. 2. mgr. 3. gr. skipulagslaga.

Í deiliskipulagstillögunni er tilgangi og markmiði hennar lýst auk þess sem ítarlega er fjallað um staðhætti og náttúrufar innan svæðisins sem og eignarhald á landi. Jafnframt er fjallað um tengsl deiliskipulagstillögunnar við aðrar áætlanir, n.t.t. aðalskipulag Bolungarvíkur, ferðamálaáætlun 2011-2020 og áfangastaðaáætlun Vestfjarða. Þá er vikið að viðeigandi lagaumhverfi vegna öryggissvæðisins. Þá er skipulagsskipmálum lýst auk þess sem fjallað er um umhverfisáhrif skipulagsins.

Tillagan er aðgengileg á Samráðsgátt stjórnvalda og á vefsíðu Bolungarvíkurkaupstaðar. Umsagnarfrestur er til 29. apríl 2021.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.