Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.3.–2.4.2021

2

Í vinnslu

  • 3.4.–31.8.2021

3

Samráði lokið

  • 1.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-82/2021

Birt: 19.3.2021

Fjöldi umsagna: 12

Drög að stefnu

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Menningarstefna

Niðurstöður

Sjá meðfylgjandi niðurstöðuskjal. Nánar um niðurstöður (PDF skjal)

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðherra undirbýr þingsályktun um menningarstefnu fram til 2030 þar sem fjallað er um fjölbreyttar hliðar lista og menningararfs. Stefnunni er ætlað að nýtast stjórnvöldum og Alþingi við frekari umræðu, stefnumótun á afmörkuðum sviðum og ákvarðanatöku auk þess að vera leiðarljós þeirra aðila sem standa að lista- og menningarstarfi um allt land.

Nánari upplýsingar

Alþingi samþykkti þingsályktun árið 2013 um menningarstefnu og hefur verið stuðst við hana í störfum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Á þeim árum sem liðin eru frá samþykkt menningarstefnunnar hefur margt breyst í íslensku samfélagi og því var ráðist í að endurnýja stefnuna með þátttöku og aðild fjölmargra aðila í lista- og menningarlífi þjóðarinnar.

Stefnan lýsir, á breiðum grundvelli, aðkomu ríkisins að málefnum lista og menningararfs og tekur mið af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Henni er ætlað að nýtast stjórnvöldum og Alþingi við frekari umræðu, stefnumótun á afmörkuðum sviðum og ákvarðanatöku auk þess að vera leiðarljós þeirra aðila sem standa að lista- og menningarstarfi um allt land.

Drögum að nýrri menningarstefnu er skipt í fimm kafla og undir þeim eru tilgreind átta markmið. Í fyrsta kafla, um aðgang og þátttöku, eru markmiðin að stuðla að jöfnu aðgengi um land allt, fjölbreyttari valkostum fyrir atvinnufólk í listum, fleiri tækifærum til þátttöku í menningarstarfi og ríkara framboði viðburða. Þá er markmið að menningin endurspegli breiðan hóp og þátttaka og aðgengi allra sé tryggð sem best má verða. Annar kafli er fjallar um trausta stöðu í síbreytilegum heimi og sett markmið um að hlúa að innviðum á sviði menningararfs, auka aðgang og vitund þjóðarinnar um menningarverðmæti og menningararf Íslands og marka höfundaréttarstefnu. Þriðji kafli er um menntun, menningu og rannsóknir og markmiðið að fjölga möguleikum nemenda á öllum skólastigum að njóta lista og menningar og efla list- og menningarlæsi. Einnig að skapa vettvang fyrir samtal um rannsóknir á sviði lista og menningar. Fjórði kafli fjallar um menningarstjórnsýslu og sjóðakerfi menningar og markmið sett um að efla það kerfi auk þess að bæta starfsumhverfi sjálfstætt skapandi listamanna. Að lokum er í fimmta kafla vikið að menningu í alþjóðasamhengi og markmiðið að Ísland sé virkur og sýnilegur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á öllum sviðum menningar og lista sem fari fram bæði erlendis og á Íslandi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

mrn@mrn.is