Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.–25.3.2021

2

Í vinnslu

  • 26.3.–2.11.2021

3

Samráði lokið

  • 3.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-83/2021

Birt: 19.3.2021

Fjöldi umsagna: 6

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála (réttarstaða brotaþola, fatlaðra og aðstandenda).

Niðurstöður

Frumvarpið var lagt frá á Alþingi 7. apríl 2021 en var ekki afgreitt.

Málsefni

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála (réttarstaða brotaþola, fatlaðra og aðstandenda).

Nánari upplýsingar

Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á nokkrum ákvæðum laga um meðferð sakamála, 88/2008, með síðari breytingum. Að meginstefnu má skipta þeim breytingartillögum í þrennt. Í fyrsta lagi er með frumvarpi þessu leitast við að bæta réttarstöðu brotaþola við meðferð tiltekinna sakamála hjá lögreglu og fyrir dómstólum. Er þar átt við mál þar sem brotaþola hefur verið tilnefndur eða skipaður réttargæslumaður svo sem t.d. á við um kynferðisbrotamál. Þær breytingar sem lagðar eru til í þessu skyni varða t.a.m. aukna upplýsingaskyldu lögreglu til brotaþola og aðgang réttargæslumanns að gögnum auk breytinga sem eiga að tryggja að bótakrafa brotaþola komist að á áfrýjunarstigi jafnvel þótt ákærði hafi verið sýknaður í héraði sem og að brotaþoli geti notið aðstoðar réttargæslumanns við skýrslutöku fyrir Landsrétti þótt krafa hans sé ekki til meðferðar þar.

Í öðru lagi eru lagðar til breytingar í því augnamiði að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks við meðferð mála hjá lögreglu og fyrir dómstólum. Í þeim efnum er m.a. lagt til að dómari geti ákveðið í vissum tilvikum að skýrsla af fötluðum brotaþola eða vitni verði tekin í sérútbúnu húsnæði sem og að dómari geti kvatt til kunnáttumann sér til aðstoðar við skýrslutöku af fötluðu vitni. Þá er lagt til að fötluðum sakborningi og vitni verði heimilt að hafa með sér hæfan stuðningsaðila við skýrslutöku, hvort heldur sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi.

Í þriðja lagi þá er stefnt að því með frumvarpinu að bæta réttarstöðu aðstandenda látins brotaþola í þeim tilvikum sem rannsókn lögreglu beinist að dánarorsök hans. Þannig verði aðstandanda heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og í ákveðnum tilvikum unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneyti

dmr@dmr.is