Samráð fyrirhugað 25.03.2021—14.04.2021
Til umsagnar 25.03.2021—14.04.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 14.04.2021
Niðurstöður birtar

Breyting á reglugerð um verndun vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns

Mál nr. 86/2021 Birt: 25.03.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (25.03.2021–14.04.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Breyting á reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns

Breytingin á reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns gerir ráð fyrir að heimliða verði að skólp frá húsum við Þingvallavatn verði hreinsað með tveggja þrepa hreinsun, þar sem aðstæður leyfa. Ástand Þingvallavatns verður áfram vaktað og gripið til aðgerða eftir þörfum.

Vöktunargögn sýna að ástand Þingvallavatns er gott og hvorki eru merki um ofauðgun næringaefna, né hafi ástandi vatnsins hrakað með tilliti til tærleika, styrks köfnunarefnis, blaðgrænu og þörunga.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands vinnur að endurskoðun aðgerðaáætlunar fyrir verndun vatns samkvæmt gildandi ákvæðum reglugerðarinnar. Fyrirmæli um frágang á fráveitum verða hluti af áætluninni og verður lóðarhöfum við Þingvallavatn gert að vinna eftir þeim.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 14.04.2021

Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Þór Tómasson - 14.04.2021

Sjá umsögn mína í viðhengi.

Ef þörf er á frekari skýringum þá endilega hafa samband.

Viðhengi