Umsagnarfrestur er liðinn (26.03.2021–09.04.2021).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Félags- og barnamálaráðherra kynnir til umsagnar drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024
Í framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda eru kynntar aðgerðir sem endurspegla meginmarkmið laga um málefni innflytjenda nr. 116/2012 um að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Í 7. gr. laganna er kveðið á um að leggja skuli fram tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til fjögurra ára í senn að fenginni umsögn annarra ráðuneyta, stofnana, Fjölmenningarseturs og innflytjendaráðs. Í því skyni verði lögð áhersla á fimm stoðir, þ.e. samfélagið, fjölskyldan, menntun, vinnumarkaður og flóttafólk.
Innflytjendur frá Norðurlöndum / aðrir erlendir ríkisborgarar sem hefur átt lögheimili í Íslandi í þrjú/fimm ár hefur kosningarrétt við kosningar til sveitarstjórnar en ekki við kosningar til Alþingis. (2. gr. Lög um kosningar til sveitarstjórna 1998 nr. 5 6. mars; 1. gr. Lög um kosningar til Alþingis 2000 nr. 24 16. maí ). Bíðtíma er mikið styttarar í hínum norðurlöndum (Noregi 3 ár handa öllum og Damörk engin bíðtíma handa EU og norðurlöndum og 3 ár handa aðrir) . Dæmi er líka til af innfýtjendur með lögheimili (permanent residency) með kosningarrét í þingkosningar, til dæmis í Nýja Sjáland.
Innflytjendur með lögheimili hér á landi eru með sömu skyldur, meðal annars með skattagreiðlum og þáttöku í lifeyrissjóðum. Ákvarðanir sem teknar eru í sveitastjórn og Alþingi snerta þau jafnt sem aðra í samfélaginu. Lýðræðislega þáttaka er mikilvægasti þáttaka í samfélagi.
Lagt er til að styttist biðtíma í við kosningar til sveitarstjórnar í 3 ár handa öllum innflýtjendar. Lagt er líka til að stofna vinnuhópa að skoða möguleika að tengja kosningarrétt til Alþingis við lögheimili rétt eins og við sveitarstjórnakosningar.
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar má nálgast í viðhengi.
ViðhengiUmsögn frá fjölmenningarteymi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur er í viðhengi.
ViðhengiGóðan daginn
Meðfylgjandi er umsögn um drög að tillögu til þingsálytkunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024.
Bestu kveðjur
Anna Ingadóttir
deildarstjóri skólaþjónustu
Sveitarfélaginu Árborg
ViðhengiÍslandsdeild Amnesty International fagnar framkomnum drögum að framkvæmdaáætlun í málefnum
innflytjenda fyrir árin 2021-2024. Ljóst er að drögin að áætluninni eru metnaðarfull og miða vel að
samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur, óháð þjóðerni eða uppruna.
Íslandsdeild Amnesty International bendir á mikilvægi mannréttindamiðaðrar nálgunar við
stefnumótun um málefni innflytjenda. Miklu máli skiptir að lögð sé rík áhersla á mannréttindi
innflytjenda í framkvæmdaáætluninni, bæði varðandi einstaka liði hennar sem og við framkvæmd
hennar.
Deildin óskar eftir að koma eftirfarandi athugasemdum um einstaka liði framkvæmdaáætlunarinnar á
framfæri:
A. Samfélagið
A.4. Íslandsdeild Amnesty International fagnar áherslu á fræðslu í menningarfærni og -næmni til
starfsfólks ríkis og sveitarfélaga en telur jafnframt mikilvægt að starfsfólk fái ítarlega fræðslu um
mannréttindi og stöðu mannréttinda í þeim löndum sem innflytjendur og flóttafólk kemur helst frá.
Þetta mun ekki einungis veita starfsfólki innsýn í reynsluheim rétthafa heldur
einnig skerpa á þekkingu á alþjóðlegum mannréttindum, mannréttindakerfum og -stöðlum.
A.6. Íslandsdeild Amnesty International fagnar enn fremur áherslu á aðgengi að fræðslu og
upplýsingum um íslenskt samfélag fyrir innflytjendur og flóttafólk og hvetur til þess að fræðsla um
stöðu mannréttinda hér á landi ásamt fræðslu um réttindi og skyldur rétthafa í íslensku
samfélagi verði virkur þáttur í samfélagsfræðslunni.
B. Fjölskyldan
B.1. Íslandsdeild Amnesty International telur mikilvægt að kynningarefni til barna og foreldra um
íþrótta- og æskulýðsstarf verði unnið með mannréttindamiðaðri nálgun og að réttindi barna um
þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna verði kynnt.
B.6. Mikilvægt er að í fræðslu fyrir þolendur og gerendur ofbeldis sé lögð áhersla á mannréttindi og
skyldur. Einnig er nauðsynlegt að þjónustu- og viðbragðsaðilar fái ítarlega fræðslu um mannréttindi
og stöðu mannréttinda í þeim löndum sem innflytjendur og flóttafólk kemur helst frá. Þetta mun ekki
einungis veita starfsfólki innsýn í reynsluheim rétthafa heldur einnig skerpa á þekkingu á alþjóðlegum
mannréttindum, mannréttindakerfum og -stöðlum.
E. Flóttafólk
E.4. Íslandsdeild Amnesty International fagnar því að sérstök áhersla verði lögð á fræðslu til
flóttafólks og fagaðila sem koma að þjónustu við flóttafólk en leggur jafnframt áherslu á mikilvægi
fræðslu um mannréttindi til flóttafólks sérstaklega en einnig fagfólks sem kemur að þjónustu við
þennan viðkvæma hóp.
E.5.& E.6. Deildin fagnar því að bæta skuli verklag vegna móttöku fylgdarlausra barna og lögð sé
áhersla á að fylgdarlaus börn og ungmenni sem hafa fengið vernd fái stuðning við að taka sín fyrstu
skref hér á landi. Íslandsdeild Amnesty International ítrekar mikilvægi þess að réttindi barna séu höfð
að leiðarljósi við bætt verklag og aukinn stuðning, í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
og önnur íslensk lög, ásamt mannréttindasamningum sem Ísland hefur skuldbundið sig til að
framfylgja.
E.7. Íslandsdeild Amnesty International fagnar áætlunum um aukna þjónustu við flóttafólk á
vinnumarkaði og leggur áherslu á að fræðsla um réttindi og skyldur á vinnumarkaði er nauðsynlegur
hluti af farsælli atvinnuþátttöku flóttafólks. Það er því mikilvægt að hafa mannréttindi og
vinnuréttindi sérstaklega að leiðarljósi.
Virðingarfyllst,
Anna Lúðvíksdóttir
Framkævmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Rauða krossins á Íslandi um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021 – 2024. Mál nr. 87/2021.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn frá ASÍ um þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í innflytjendamálum
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
f.h. sambandsins
Valgerður Rún
ViðhengiMeðfylgjandi í viðhengi er umsögn UMFÍ.
ViðhengiHjálagt er athugasemd/ábending um liðinn - Mat á menntun.
Viðhengi