Samráð fyrirhugað 26.03.2021—09.04.2021
Til umsagnar 26.03.2021—09.04.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 09.04.2021
Niðurstöður birtar 15.09.2021

Drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024

Mál nr. 87/2021 Birt: 25.03.2021 Síðast uppfært: 15.09.2021
  • Félagsmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Fjölskyldumál

Niðurstöður birtar

Alls bárust umsagnir frá þrettán aðilum. Breytingar voru gerðar á sautján aðgerðum með hliðsjón af umsögnunum, sbr. meðfylgjandi niðurstöðuskjal.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 26.03.2021–09.04.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.09.2021.

Málsefni

Félags- og barnamálaráðherra kynnir til umsagnar drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024

Í framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda eru kynntar aðgerðir sem endurspegla meginmarkmið laga um málefni innflytjenda nr. 116/2012 um að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Í 7. gr. laganna er kveðið á um að leggja skuli fram tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til fjögurra ára í senn að fenginni umsögn annarra ráðuneyta, stofnana, Fjölmenningarseturs og innflytjendaráðs. Í því skyni verði lögð áhersla á fimm stoðir, þ.e. samfélagið, fjölskyldan, menntun, vinnumarkaður og flóttafólk.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Christina Anna Milcher - 07.04.2021

Innflytjendur frá Norðurlöndum / aðrir erlendir ríkisborgarar sem hefur átt lögheimili í Íslandi í þrjú/fimm ár hefur kosningarrétt við kosningar til sveitarstjórnar en ekki við kosningar til Alþingis. (2. gr. Lög um kosningar til sveitarstjórna 1998 nr. 5 6. mars; 1. gr. Lög um kosningar til Alþingis 2000 nr. 24 16. maí ). Bíðtíma er mikið styttarar í hínum norðurlöndum (Noregi 3 ár handa öllum og Damörk engin bíðtíma handa EU og norðurlöndum og 3 ár handa aðrir) . Dæmi er líka til af innfýtjendur með lögheimili (permanent residency) með kosningarrét í þingkosningar, til dæmis í Nýja Sjáland.

Innflytjendur með lögheimili hér á landi eru með sömu skyldur, meðal annars með skattagreiðlum og þáttöku í lifeyrissjóðum. Ákvarðanir sem teknar eru í sveitastjórn og Alþingi snerta þau jafnt sem aðra í samfélaginu. Lýðræðislega þáttaka er mikilvægasti þáttaka í samfélagi.

Lagt er til að styttist biðtíma í við kosningar til sveitarstjórnar í 3 ár handa öllum innflýtjendar. Lagt er líka til að stofna vinnuhópa að skoða möguleika að tengja kosningarrétt til Alþingis við lögheimili rétt eins og við sveitarstjórnakosningar.

Afrita slóð á umsögn

#2 Landssamtökin Þroskahjálp - 08.04.2021

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar má nálgast í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Saga Stephensen - 09.04.2021

Umsögn frá fjölmenningarteymi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Sveitarfélagið Árborg - 09.04.2021

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn um drög að tillögu til þingsálytkunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024.

Bestu kveðjur

Anna Ingadóttir

deildarstjóri skólaþjónustu

Sveitarfélaginu Árborg

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Íslandsdeild Amnesty International - 09.04.2021

Íslandsdeild Amnesty International fagnar framkomnum drögum að framkvæmdaáætlun í málefnum

innflytjenda fyrir árin 2021-2024. Ljóst er að drögin að áætluninni eru metnaðarfull og miða vel að

samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur, óháð þjóðerni eða uppruna.

Íslandsdeild Amnesty International bendir á mikilvægi mannréttindamiðaðrar nálgunar við

stefnumótun um málefni innflytjenda. Miklu máli skiptir að lögð sé rík áhersla á mannréttindi

innflytjenda í framkvæmdaáætluninni, bæði varðandi einstaka liði hennar sem og við framkvæmd

hennar.

Deildin óskar eftir að koma eftirfarandi athugasemdum um einstaka liði framkvæmdaáætlunarinnar á

framfæri:

A. Samfélagið

A.4. Íslandsdeild Amnesty International fagnar áherslu á fræðslu í menningarfærni og -næmni til

starfsfólks ríkis og sveitarfélaga en telur jafnframt mikilvægt að starfsfólk fái ítarlega fræðslu um

mannréttindi og stöðu mannréttinda í þeim löndum sem innflytjendur og flóttafólk kemur helst frá.

Þetta mun ekki einungis veita starfsfólki innsýn í reynsluheim rétthafa heldur

einnig skerpa á þekkingu á alþjóðlegum mannréttindum, mannréttindakerfum og -stöðlum.

A.6. Íslandsdeild Amnesty International fagnar enn fremur áherslu á aðgengi að fræðslu og

upplýsingum um íslenskt samfélag fyrir innflytjendur og flóttafólk og hvetur til þess að fræðsla um

stöðu mannréttinda hér á landi ásamt fræðslu um réttindi og skyldur rétthafa í íslensku

samfélagi verði virkur þáttur í samfélagsfræðslunni.

B. Fjölskyldan

B.1. Íslandsdeild Amnesty International telur mikilvægt að kynningarefni til barna og foreldra um

íþrótta- og æskulýðsstarf verði unnið með mannréttindamiðaðri nálgun og að réttindi barna um

þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna verði kynnt.

B.6. Mikilvægt er að í fræðslu fyrir þolendur og gerendur ofbeldis sé lögð áhersla á mannréttindi og

skyldur. Einnig er nauðsynlegt að þjónustu- og viðbragðsaðilar fái ítarlega fræðslu um mannréttindi

og stöðu mannréttinda í þeim löndum sem innflytjendur og flóttafólk kemur helst frá. Þetta mun ekki

einungis veita starfsfólki innsýn í reynsluheim rétthafa heldur einnig skerpa á þekkingu á alþjóðlegum

mannréttindum, mannréttindakerfum og -stöðlum.

E. Flóttafólk

E.4. Íslandsdeild Amnesty International fagnar því að sérstök áhersla verði lögð á fræðslu til

flóttafólks og fagaðila sem koma að þjónustu við flóttafólk en leggur jafnframt áherslu á mikilvægi

fræðslu um mannréttindi til flóttafólks sérstaklega en einnig fagfólks sem kemur að þjónustu við

þennan viðkvæma hóp.

E.5.& E.6. Deildin fagnar því að bæta skuli verklag vegna móttöku fylgdarlausra barna og lögð sé

áhersla á að fylgdarlaus börn og ungmenni sem hafa fengið vernd fái stuðning við að taka sín fyrstu

skref hér á landi. Íslandsdeild Amnesty International ítrekar mikilvægi þess að réttindi barna séu höfð

að leiðarljósi við bætt verklag og aukinn stuðning, í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

og önnur íslensk lög, ásamt mannréttindasamningum sem Ísland hefur skuldbundið sig til að

framfylgja.

E.7. Íslandsdeild Amnesty International fagnar áætlunum um aukna þjónustu við flóttafólk á

vinnumarkaði og leggur áherslu á að fræðsla um réttindi og skyldur á vinnumarkaði er nauðsynlegur

hluti af farsælli atvinnuþátttöku flóttafólks. Það er því mikilvægt að hafa mannréttindi og

vinnuréttindi sérstaklega að leiðarljósi.

Virðingarfyllst,

Anna Lúðvíksdóttir

Framkævmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Rauði krossinn á Íslandi - 09.04.2021

Meðfylgjandi er umsögn Rauða krossins á Íslandi um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021 – 2024. Mál nr. 87/2021.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Alþýðusamband Íslands - 09.04.2021

Meðfylgjandi er umsögn frá ASÍ um þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í innflytjendamálum

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Samband íslenskra sveitarfélaga - 09.04.2021

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins

Valgerður Rún

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Ungmennafélag Íslands - 09.04.2021

Meðfylgjandi í viðhengi er umsögn UMFÍ.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Helen Williamsdóttir Gray - 12.04.2021

Hjálagt er athugasemd/ábending um liðinn - Mat á menntun.

Viðhengi