Samráð fyrirhugað 26.03.2021—16.04.2021
Til umsagnar 26.03.2021—16.04.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 16.04.2021
Niðurstöður birtar 10.06.2021

Drög að nýrri reglugerð um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir

Mál nr. 88/2021 Birt: 26.03.2021 Síðast uppfært: 10.06.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Ein umsögn barst en ekki voru gerðar efnislegar athugasemdir við reglugerðardrögin. Reglugerðin var birt í Stjórnartíðindum þann 28. maí 2021. Nr. 606/2021

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 26.03.2021–16.04.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 10.06.2021.

Málsefni

Drög að nýrri reglugerð um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.

Með lögum nr. 98/2020 sem breyttu lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál, voru tekin inn helstu efnisatriði tilskipunar (ESB) 2018/410 sem fela í sér breytingar á viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir á fjórða tímabili viðskiptakerfisins sem varir frá 2021 til 2030. Í frumvarpi til breytinga á loftslagslögum, sem nú er í meðförum Alþingis, er lagt til að framangreind tilskipun verði innleidd en hún var tekin upp í EES-samninginn í júlí 2020.

Reglugerðardrög um viðskiptakerfi ESB taka til rekstraraðila í staðbundinni starfsemi og til flugrekenda sem heyra undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Í þeim er m.a. mælt fyrir um losunarleyfi, úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda, vöktun, skýrslugjöf og vottun vegna losunar, faggildingu, nýsköpunarsjóð, hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands og annað er viðkemur viðskiptakerfinu.

Til hægðarauka er lagt til að gefin verði út ný reglugerð þar sem teknar eru inn framangreindar breytingar og þær gerðir sem tengjast þeim breytingum eru innleiddar, auk þeirra EES-gerða sem nú þegar hafa verið innleiddar í íslenskan rétt. Jafnframt eru eldri reglugerðir felldar úr gildi.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök iðnaðarins - 16.04.2021

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins

Viðhengi