Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.3.–16.4.2021

2

Í vinnslu

  • 17.4.–9.6.2021

3

Samráði lokið

  • 10.6.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-89/2021

Birt: 26.3.2021

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að nýrri reglugerð um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir

Niðurstöður

Engar ábendingar eða athugasemdir bárust. Reglugerðin birt í Stjórnartíðindum þann 28. maí 2021. Nr. 605/2021

Málsefni

Drög að nýrri reglugerð um skráningarkerfi með losunarheimildir.

Nánari upplýsingar

Reglugerðardrög þessi mæla fyrir um almennar kröfur sem gerðar eru til skráningarkerfis með losunarheimildir auk krafna er varða starfrækslu og viðhald skráningarkerfis með losunarheimildir sem stofnaðar eru innan ramma viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir. Í þeim er einnig mælt fyrir um árlegar losunarúthlutunareiningar skv. reglugerð (ESB) 2018/842 og um losun og bindingu sem skráð er og einingar sem stofnaðar eru, skv. 15. gr. reglugerðar (ESB) 2018/841.

Í reglugerðardrögunum er að finna ný ákvæði sem endurspegla þær breytingar sem voru gerðar á skráningarkerfinu vegna breytinga sem eru tilkomnar með reglugerð (ESB) 2019/1122 um virkni skráningarkerfisins frá og með árinu 2021.

Skráningarkerfi fyrir losunarheimildir er rafrænn gagnagrunnur þar sem skráðar eru upplýsingar um stöðu og hreyfingar losunarheimilda ríkja og einkaaðila. Losunarheimildir ganga kaupum og sölum á frjálsum markaði og eru viðskipti með þær heimil jafnt aðilum sem þurfa að standa skil á losunarheimildum og öðrum aðilum. Skráning heimilda er alfarið rafræn og eru allar millifærslur í kerfinu rafrænar.

Reglugerðin mun leysa af hólmi eldri reglugerð nr. 365/2014, um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa loftslagsmála

postur@uar.is