Samráð fyrirhugað 26.03.2021—16.04.2021
Til umsagnar 26.03.2021—16.04.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 16.04.2021
Niðurstöður birtar 10.06.2021

Drög að nýrri reglugerð um starfsstöðvar undanskildar viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

Mál nr. 90/2021 Birt: 26.03.2021 Síðast uppfært: 10.06.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Engar ábendingar eða athugasemdir bárust. Reglugerð undirrituð þann 11. maí 2021 og birt í Stjórnartíðindum þann 31. maí 2021. Nr. 633/2021

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 26.03.2021–16.04.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 10.06.2021.

Málsefni

Drög að nýrri reglugerð um starfsstöðvar sem undanskildar hafa verið viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

Reglugerðardrög þessi gilda um starfsstöðvar sem undanskildar hafa verið gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir skv. 14. gr. a laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og mæla fyrir um vöktun og skýrslugjöf um losun gróðurhúsalofttegunda frá viðkomandi starfsstöðvum.

Heimilt er að undanskilja starfsstöðvar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir ef losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsstöðinni er undir 25.000 tonnum af koldíoxíðsígildum, og í þeim tilvikum þegar brennsla er hluti af starfseminni er einnig skilyrði að uppsett afl hafi verið undir 35 MW, að undanskilinni losun frá lífmassa, á hverju ári í þau þrjú ár sem eru næst á undan þeim degi þegar umsókn um undanþágu berst Umhverfisstofnun.

Reglugerðin mun leysa af hólmi eldri reglugerð nr. 1060/2013 um vöktun og skýrslugjöf starfsstöðva sem hafa verið undanskildar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir.

Tengd mál