Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.3.–11.4.2021

2

Í vinnslu

  • 12.4.2021–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-91/2021

Birt: 26.3.2021

Fjöldi umsagna: 10

Drög að frumvarpi til laga

Forsætisráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Eignarráð og nýting fasteigna (landamerki, óskipt sameign, forkaupsréttur, aðilar utan EES)

Málsefni

Fjallað er um afmörkun fasteigna innan og utan þéttbýlis, óskipta sameign á jörðum, forkaupsrétt ríkisins að landi til verndar náttúru og menningarminjum og skilyrði fyrir því að erlendir lögaðilar þurfi að afla leyfis dómsmálaráðherra til að kaupa fasteign.

Nánari upplýsingar

Í jarðalög, nr. 81/2004, verði sett ítarlegri ákvæði um sameign á landi sem fellur undir gildissvið laganna. Kveðið verði á um fyrirsvar, ákvörðunartöku og forkaupsrétt sameigenda. Með því verði lögfestar óskráðar réttarreglur um sérstaka sameign auk ítarlegri reglna sem taka mið af lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994. Jarðalög ná til stórs hluta lands utan þéttbýlis en utan jarðalaga falla hins vegar lóðir, hvort heldur er í þéttbýli eða dreifbýli, svo sem sumarbústaðalóðir.

Í lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, og lögum um menningarminjar, nr. 80/2012, verði mælt fyrir um forkaupsrétt ríkissjóðs. Nánar tiltekið verði forkaupsréttur ríkisins útvíkkaður þannig að hann nái einnig til lands sem liggur að friðlýstum náttúruverndarsvæðum og að auki til lands þar sem friðlýstar menningarminjar er að finna.

Í lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, verði kveðið heildstætt á um afmörkun fasteigna innan og utan þéttbýlis, þ.e. merki landsvæða og lóða af öllum stærðum og gerðum. Fjallað er um merkjalýsingar eigenda, skyldu til að leita aðstoðar fagaðila við gagnaöflun og mælingar og hlutverk sýslumanns við úrlausn ágreinings. Farvegur skráningar verði einn og hinn sami án tillits til þess um hvaða tegund skjals ræðir, svo sem merkjalýsingu í heild eða að hluta, sátt eða dóm. Lög um landamerki, nr. 41/1919, sem taka til jarða og tiltekinna tegunda fasteigna „utan kaupstaða og löggiltra kauptúna“, verði felld úr gildi.

Í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 16/1966, verði m.a. kveðið á um að þegar í hlut eiga lögaðilar sem hyggjast kaupa fasteign hér á landi, verði þeir ekki einungis að hafa staðfestu í ríki sem talið er upp í lögunum, heldur einnig að vera undir yfirráðum einstaklinga eða lögaðila frá viðkomandi ríkjum. Hugtakið yfirráð er hér notað í sömu merkingu og í lögum um ársreikninga. Með þessu er einungis ætlunin að koma í veg fyrir að aðilar frá öðrum ríkjum, þ.e. utan EES-svæðisins o.fl., geti sniðgengið skilyrði laga nr. 19/1966.

Unnið hefur verið að undirbúningi frumvarpsins á vegum stýrihóps um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir, sem skipaður er fulltrúum frá sex ráðuneytum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun, Skipulagsstofnun og Þjóðskrá Íslands, auk tveggja óháðra sérfræðinga á sviði lögfræði.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (3)

Umsjónaraðili

Skrifstofa löggjafarmála

for@for.is