Auglýsing um fyrirhugaðan samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins um fisktækninám og annað nám tengt því til fimm ára við Fisktækniskóla Íslands, með fyrirvara um staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra var til umsagnar frá 6.-20. apríl 2021. Tvær umsagnir bárust, báðar jákvæðar. Ráðuneytið fór yfir umsagnirnar og var tekið tillit til þeirra í áframhaldandi vinnu við samninginn.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 06.04.2021–20.04.2021.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 09.12.2021.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst gera samning við Fisktækniskóla Íslands með fyrirvara um staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra. Fyrirhuguð samningsgerð er um fisktækninám og annað nám tengt því, samningurinn er til 5 ára og gerður á grundvelli 44. gr. framhaldsskólaga nr. 92/2008 og 40. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015.
Fyrirhuguð samningsgerð við Fisktækniskóla Íslands
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst gera samning við Fisktækniskóla Íslands með fyrirvara um staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra. Fyrirhuguð samningsgerð er um fisktækninám og annað nám tengt því, samningurinn er til 5 ára og gerður á grundvelli 44. gr. framhaldsskólaga nr. 92/2008 og 40. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Áætlað er að samningurinn muni taka gildi 1. ágúst 2021 og að árlegt framlag á grundvelli hans verði 71 m.kr.
Athugasemdir við þessa fyrirhuguðu samningsgerð skulu berast ráðuneytinu innan 14 daga frá birtingu þessarar tilkynningar. Athugasemdir skulu berast á mrn@mrn.is
Meðfylgjandi er umsögn Alþýðusambands Íslands
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn SFS
Viðhengi