Samráð fyrirhugað 08.04.2021—23.04.2021
Til umsagnar 08.04.2021—23.04.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 23.04.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um Jafnréttisráð - samráðsvettvang um jafnrétti kynjanna

Mál nr. 95/2021 Birt: 08.04.2021
  • Forsætisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 08.04.2021–23.04.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Kallað er eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um starfsemi Jafnréttisráðs. Með nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020, voru gerðar breytingar á starfsemi ráðsins.

Í desember 2020 voru samþykkt ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Lögin gera ráð fyrir breytingum á starfsemi Jafnréttisráðs sem er lagt niður í þeirri mynd sem það hefur starfað. Í stað þess verður settur á fót samráðsvettvangur um jafnréttismál sem mun heita Jafnréttisráð – samráðsvettvangur um jafnrétti kynja.

Í 24. grein laganna segir um samráðsvettvanginn „Minnst einu sinni á ári skal kalla saman samráðsvettvang um jafnrétti kynjanna, Jafnréttisráð, með fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðarins, fræðasamfélaginu og samtökum sem vinna að kynjajafnrétti samkvæmt lögum þessum. Hlutverk samráðsvettvangsins er að vera ráðherra jafnréttismála til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum sem tengjast jafnrétti kynjanna og skal ráðherra funda einu sinni á ári með samráðsvettvanginum.“ Reglugerðin afmarkar verkefni Jafnréttisráðs – samráðsvettvangs um jafnrétti kynjanna, hvernig skuli bjóða aðilum til þátttöku og kalla þá saman.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.