Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–26.4.2021

2

Í vinnslu

  • 27.4.–2.11.2021

3

Samráði lokið

  • 3.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-97/2021

Birt: 9.4.2021

Fjöldi umsagna: 4

Annað

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Skýrsla um alþjóðasamninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi

Niðurstöður

Reynt var taka tillit til þeirra athugasemda sem fram komu í umsögnum. Lokaútgáfu skýrslunnar á íslensku og ensku má finna á vef dómsmálaráðuneytisins. Skýrslan var send til nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi í október 2021.

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum um drög að skýrslu Íslands um framkvæmd alþjóðasamningsins um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Nánari upplýsingar

Í samræmi við 16. og 17. gr. alþjóðasamningsins um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi hefur íslenska ríkið tekið saman þessi drög að fimmtu skýrslu um framkvæmd samningsins. Stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi, þar sem eiga sæti fulltrúar allra ráðuneyta, hélt utan um skýrsluskrifin

Við gerð skýrslunnar var tekið mið af leiðbeiningum nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi frá árinu 2009, en samkvæmt þeim má skýrslan ekki vera meira en 12.500 orð.

Skýrslan tekur til áranna 2010 til vors 2021, en leitast hefur verið við að gefa sem réttasta mynd af því hvernig samningnum hefur verið framfylgt á því tímabili og hvernig tekið hefur verið tillit til lokaathugasemda nefndarinnar til Íslands frá 11. desember 2012 (vísað er til þeirra eftir númerum).

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum um efni skýrslunnar. Jafnframt eru félagasamtök hvött til þess að senda viðbótarskýrslur um framkvæmd samningsins beint til nefndarinnar, sjá nánari upplýsingar hér: https://www.ohchr.org/EN/HRBodies/CESCR/Pages/NGOs.aspx

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi

mannrettindi@dmr.is