Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–28.4.2021

2

Í vinnslu

  • 29.4.–14.6.2021

3

Samráði lokið

  • 15.6.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-99/2021

Birt: 14.4.2021

Fjöldi umsagna: 6

Drög að stefnu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Hagskýrslugerð og grunnskrár

Stafrænt Ísland - stefna um stafræna þjónustu

Niðurstöður

Sex umsagnir bárust um drög að stefnu um stafræna þjónustu frá alls 7 aðilum. Almennt séð fögnuðu umsagnaraðilar þeim drögum sem til umsagnar voru. Mikilvægi málaflokksins fyrir íslenskt samfélag var dregið fram og nefnt að markmið stjórnvalda sem fram koma í stefnudrögunum væru metnaðarfull og líkleg til árangurs. Farið var yfir allar umsagnir og breytingar gerðar á einstaka áherslum stefnunnar með tilliti til athugasemda sem bárust að því leyti sem hægt var. Í framhaldi af útgáfu stefnunnar verða árangursmælikvarðar birtir ásamt yfirliti aðgerða sem gerir forgangsröðun sýnilegri.

Málsefni

Stefna um stafræna þjónustu er nú til umsagnar. Efling stafrænnar þjónustu er eitt af forgangsmálum stjórnvalda og mun stefnan leggja grunn að því að Ísland verði á meðal fremstu þjóða heims þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu.

Nánari upplýsingar

Stefna um stafræna þjónustu er umgjörð um sýn og áherslur hins opinbera um hagnýtingu upplýsingatækni og stafrænnar þjónustu til að veita framúrskarandi þjónustu með öruggum hætti. Þá er henni jafnframt ætlað að miða að styrkri samkeppnisstöðu Íslands, um störf í þekkingariðnaði og auka hagsæld með nýsköpun og skilvirkara samfélagi. Þá mun efling stafrænnar þjónustu skila aukinni hagræðingu í ríkisfjármálum og minnka áhrif opinberrar starfsemi á umhverfið. Viðfangsefnið er í örri þróun og því verður stefnan í stöðugri endurskoðun. Samhliða stefnunni verður birt yfirlit yfir verkefni sem eru í vinnslu og yfirlit yfir stöðu hins opinbera í stafrænni vegferð. Þá verður í öllum aðgerðum lögð sérstök áhersla á samvinnu hvort sem er við aðila hins opinbera, einkageirans og sveitarstjórnarstigið.

Stefnan er leiðandi fyrir aðrar opinberar stefnur sem og stefnumarkandi ákvarðanir á þessu sviði. Hún byggir á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um eflingu stafrænnar þjónustu, sem samþykkt var í maí 2019, og yfirlýstum markmiðum um að stafræn samskipti verði megin samskiptaleið hins opinbera við almenning. Þá hefur Ísland gengist undir sameiginlega yfirlýsingu Norðurlandanna, Digital North, og vinnur í nánu samstarfi við hin Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin að markmiðum um vistvæna og sjálfbæra þróun auk hagnýtingar á gögnum og gervigreind. Þá byggir stefnan jafnframt á könnun sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lét gera um stöðu stafrænnar umbreytingar (e. Digital Transformation) hjá stofnunum ríkisins.

Ábyrgð stefnunnar er hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og heyrir hún undir málaflokk 5.3 og 6.1 í fjármálaáætlun. Framkvæmd stefnunnar og aðgerða er hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu ásamt Verkefnastofu um stafrænt Ísland í náinni samvinnu við stofnanir ríkisins, önnur ráðuneyti, sveitarfélög, almenning og fyrirtæki.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Íris Huld Christersdóttir

iris.huld@fjr.is