Samráð fyrirhugað 23.04.2021—12.05.2021
Til umsagnar 23.04.2021—12.05.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 12.05.2021
Niðurstöður birtar

Almenn eigandastefna ríkisins fyrir öll félög í eigu ríkisins

Mál nr. 103/2021 Birt: 23.04.2021 Síðast uppfært: 03.06.2021
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (23.04.2021–12.05.2021). Umsagnir voru birtar í gáttinni að umsagnarfrestinum liðnum. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Endurskoðuð almenn eigandastefna fyrir félög í eigu ríkisins.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með eignarhald félaga í eigu ríkisins nema lög mæli fyrir um annað. Markmiðið með þessu fyrirkomulagi er að halda utan um félög ríkisins á miðlægan hátt og skilja sem mest á milli faglegrar umsýslu félaga af hálfu ríkisins og því lögbundna hlutverki þess að sjá um reglusetningu og eftirlit með starfsháttum einstakra atvinnugreina.

Setning almennrar eigandastefnu fyrir öll félög í eigu ríkisins er einn lykilþátta í meðferð eignarhaldsins. Fjármála- og efnahagsráðherra mótar stefnuna í samræmi við 44. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Árið 2012 var fyrst gefin út almenn eigandastefna ríkisins sem gildir um hlutafélög og sameignarfélög í eigu ríkisins önnur en fjármálafyrirtæki. Í kjarna hennar felst að félögin séu rekin á faglegan og gagnsæjan hátt þannig að almennt traust ríki um stjórn og starfsemi þeirra.

Eigandahlutverk ríkisins byggir á viðurkenndum leiðbeiningum um góða stjórnarhætti fyrirtækja og þá sérstaklega leiðbeiningum OECD um stjórnarhætti fyrirtækja í opinberri eigu, auk almennra viðmiða um hlutverk og skyldur eiganda. Áhersla er lögð á reglubundin samskipti og upplýsingagjöf milli eiganda og félaga í eigu ríkisins um rekstur og stefnumörkun þeirra, sem verður þó að byggjast á skýrum ábyrgðarskilum milli eiganda, stjórna og stjórnenda.

Ríkið á nú þegar þýðingarmikil félög í íslensku atvinnulífi og gegna sum þeirra mikilvægu kerfislegu hlutverki í samfélaginu auk þess að starfa á samkeppnismarkaði. Þá hefur ör þróun í tækni og neytendahegðun mikil áhrif á rekstur og rekstrargrundvöll fyrirtækja og á það sama við um opinber fyrirtæki. Því er mikilvægt að vel sé haldið um eignarhald á ríkisfélögum.

Hin almenna eigandastefna ríkisins skiptist í fimm meginkafla ásamt viðaukum þar sem fjallað verður ítarlegar um einstök mál, einstaka geira og stærri félög, eftir því sem þörf krefur. Mun eigandastefnan ásamt viðaukum sæta reglulegri endurskoðun eftir því sem þörf verður á.

Mikilvægt er að eigandastefna ríkisins á hverjum tíma sé aðgengileg almenningi og kynnt stjórnum og stjórnendum félaganna. Sama gildir um Alþingi og aðra aðila sem hagsmuna eiga að gæta, s.s. í atvinnulífinu og stjórnkerfinu. Skýr og formleg stefna eiganda er til þess fallin að auka á festu og byggja upp áframhaldandi traust á þeim félögum sem undir stefnuna falla og því umhverfi sem þau starfa í. Eigandastefna ríkisins gildir fyrir öll fyrirtæki að meiri hluta í eigu ríkisins.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Baldur Dýrfjörð - 12.05.2021

Hjálögð er um umsögn Samorku um ofangreint mál.

Virðingarfyllst,

f.h. Samorku

Baldur Dýrfjörð lögfræðingur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Strategía ehf. - 12.05.2021

Meðfylgjandi er umsögn frá Strategíu ehf. eigenda- og stjórnendaráðgjöf - um drög að almennri eigandastefnu ríkisins fyrir félög í eigu ríkisins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samkeppniseftirlitið - 12.05.2021

Meðfylgjandi er umsögn Samkeppniseftirlitsins dags. 12.5.2021

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Isavia ohf. - 12.05.2021

Meðfylgjandi eru athugasemdir Isavia ohf. við almenna eigandastefnu ríkisins.

Með kveðju

f.h. Isavia ohf.

Sólveig Eiríksdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök iðnaðarins - 03.06.2021

Umsögn um almenna eigandastefnu ríkisins fyrir öll félög í eigu ríkisins, mál nr. 103/2021

Viðhengi