Samráð fyrirhugað 23.04.2021—24.05.2021
Til umsagnar 23.04.2021—24.05.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 24.05.2021
Niðurstöður birtar

Hámark milligjalda vegna innlendra debetkortafærslna

Mál nr. 104/2021 Birt: 23.04.2021
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (23.04.2021–24.05.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar eftir sjónarmiðum um hvort tilefni sé til að leggja til lægra hámark á milligjöld vegna innlendra debetkortafærslna en 0,2% og þá hvernig hámarkið eigi að vera, þar á meðal eftir atvikum hvort mæla eigi fyrir um hámarksfjárhæð gjalds vegna hverrar færslu.

Með lögum um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur, nr. 31/2019, var reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/751 frá 29. apríl 2015 um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur veitt lagagildi hér á landi. Samkvæmt reglugerðinni skulu greiðsluþjónustuveitendur hvorki bjóða né krefjast milligjalds á hverja færslu sem er hærra en 0,2% af virði debetkortafærslu. Aðildarríki mega þó ákveða lægra hámark milligjalda vegna innlendra kortafærslna, bæði með því að setja lægra hámarkshlutfall gjalds og með því að setja hámarksfjárhæð gjalds vegna hverrar færslu. Heimildin hefur ekki verið nýtt hér á landi. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur skal ráðherra fyrir 1. september 2021 meta hvort tilefni sé til að leggja til lægra hámark á milligjöld vegna innlendra debetkortafærslna en 0,2%.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Arion banki hf. - 24.05.2021

Umsögn Arion banka hf. vegna máls nr. 104/2021 - Hámark milligjalda vegna innlendra debetkortafærslna

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Íslandsbanki hf. - 25.05.2021

Umsögn Íslandsbanka hf.

Viðhengi