Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.4.–10.5.2021

2

Í vinnslu

  • 11.5.2021–12.7.2023

3

Samráði lokið

  • 13.7.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-106/2021

Birt: 26.4.2021

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um birtingu upplýsinga úr gagnagrunni almennra fjarskiptaneta

Niðurstöður

Reglugerðin er í vinnslu innan háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis (HVIN) í samráði við Fjarskiptastofu. Gert er ráð fyrir að reglugerðin verði gefin út haustið 2023. Fyrir frekari upplýsingar vísast til HVIN/Fjarskiptastofu.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs drög að nýrri reglugerð um gagnagrunn almennra fjarskiptaneta.

Nánari upplýsingar

Póst- og fjarskiptastofnun hefur undanfarið unnið að uppbyggingu gagnagrunns um almenn fjarskiptanet (GAF). Gagnagrunnurinn kemur að góðum notum fyrir stjórnvöld við stefnumótun í fjarskiptum og tengdum málaflokkum. Einnig hefur nokkuð verið kallað eftir því að upplýsingar um fjarskiptavirki og fjarskiptainnviði séu gerðar aðgengilegar almenningi á undanförnum árum.

Markmið reglugerðarinnar er að setja ramma um opinberra birtingu tiltekinna upplýsinga um fjarskiptainnviði úr gagnagrunni almennra fjarskiptaneta. Tilgangur birtingarinnar er að almenningi og öðrum hagaðilum verði aðgengilegar upplýsingar um tegund og gæði fjarskiptatenginga sem eru í boði um land allt.

Opinber birting upplýsinga um fjarskiptainnviði má ekki brjóta í bága við öryggishagmuni. Jafnframt má opinber birting ekki brjóta í bága við hagsmuni þeirra markaðsaðila sem eiga innviði og eiga réttmætra hagsmuna að gæta um að trúnaður ríki um tiltekna þætti varðandi birtingu upplýsinga um viðkomandi innviði.

Reglugerðin á sér stoð í 6. mgr. 62. gr. a. í lögum um fjarskipti nr. 81/2003.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

srn@srn.is