Samráð fyrirhugað 26.04.2021—10.05.2021
Til umsagnar 26.04.2021—10.05.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 10.05.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um birtingu upplýsinga úr gagnagrunni almennra fjarskiptaneta

Mál nr. 106/2021 Birt: 26.04.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (26.04.2021–10.05.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs drög að nýrri reglugerð um gagnagrunn almennra fjarskiptaneta.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur undanfarið unnið að uppbyggingu gagnagrunns um almenn fjarskiptanet (GAF). Gagnagrunnurinn kemur að góðum notum fyrir stjórnvöld við stefnumótun í fjarskiptum og tengdum málaflokkum. Einnig hefur nokkuð verið kallað eftir því að upplýsingar um fjarskiptavirki og fjarskiptainnviði séu gerðar aðgengilegar almenningi á undanförnum árum.

Markmið reglugerðarinnar er að setja ramma um opinberra birtingu tiltekinna upplýsinga um fjarskiptainnviði úr gagnagrunni almennra fjarskiptaneta. Tilgangur birtingarinnar er að almenningi og öðrum hagaðilum verði aðgengilegar upplýsingar um tegund og gæði fjarskiptatenginga sem eru í boði um land allt.

Opinber birting upplýsinga um fjarskiptainnviði má ekki brjóta í bága við öryggishagmuni. Jafnframt má opinber birting ekki brjóta í bága við hagsmuni þeirra markaðsaðila sem eiga innviði og eiga réttmætra hagsmuna að gæta um að trúnaður ríki um tiltekna þætti varðandi birtingu upplýsinga um viðkomandi innviði.

Reglugerðin á sér stoð í 6. mgr. 62. gr. a. í lögum um fjarskipti nr. 81/2003.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Hulda Kobbelt - 10.05.2021

Ég vil að verði sett lög fyrir fólk með ofurviðkvæmni fyrir rafmagni/örbylgjum frá farsímasendum og öðrum fjarskiptabúnaði .Lögin þurfa að vernda viðkvæma frá þessum geislum þannig að t.d. verði afmörkuð svæði með blokkum og húsum þar sem lágmarks geislun er. Þar gæti fólk búið án þess að verða fyrir geislun frá nágrönnum s.s frá Wi-Fi og öðru þráðlausu rafmagni. Að þar gætum við viðkvæma fólkið búið örugg með öll okkar fjarskipti í gegnum ljósleiðarann . Síðan væri nauðsynlegt að allir almenningsstaðir ásamt heilsustofnunum hefðu líka afmörkuð svæði án Wi-Fi og annarar þráðlausar geislunar.Það er ekki ásættanlegt að þurfa að einangra sig heima vegna þessa óþols. Kær kveðja,Hulda.

Afrita slóð á umsögn

#2 Harpa Fönn Sigurjónsdóttir - 10.05.2021

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

6. maí 2021

EFNI: Umsögn frá Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur vegna:

Mál 106/2021: Drög að reglugerð um birtingu upplýsinga úr gagnagrunni almennra fjarskiptaneta, sjá hlekk:

Þann 26. apríl s.l. kynnti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið til samráðs drög að nýrri reglugerð um birtingu upplýsinga úr gagnagrunni almennra fjarskiptaneta. Frestur til umsagnar var gefinn til 10. maí.

Í aðfararorðum draga að reglugerðinni segir til dæmis um markmið hennar: ,,Einnig hefur nokkuð verið kallað eftir því að að upplýsingar um fjarskiptavirki og fjarskiptainnviði séu gerðar aðgengilegar almenningi á undanförnum árum.”

Enn fremur segir: ,,Tilgangur birtingarinnar er að almenningi og öðrum hagaðilum verði aðgengilegar upplýsingar um tegund og gæði fjarskiptatenginga sem eru í boði um land allt.”

Undirrituð tekur undir þessi orð, en það hefur reynst ákveðnum hópi mikilvægt að geta haft aðgengi að ofangreindum upplýsingum. Undirrituð hefur, og að sér vitandi ásamt fleirum, beðið um slíkar upplýsingar en verið synjað þar um.

Málavextir voru þeir að undirrituð sendir póst til PFS 29. október 2018. Var þá undirrituð að

stækka við sig í íbúðarkaupum, og að leita sér að ákjósanlegri íbúð á

höfuðborgarsvæðinu. Undirrituð er umhverfisveik, sem felur meðal annars í sér

næmni fyrir rafsegulbylgjum, sem og annars konar næmni, og getur slíkt næmni valdið heilsubresti hjá undirritaðri. Vegna þessa vildi undirrituð ganga úr skugga um að sú eign sem undirrituð myndi gera tilboð í, og jafnvel leggja kaup á, væri ekki staðsett við hlið símamastra eða annarra sendistöðva. Íbúðarkaup eru talin ein stærsta fjárfesting fjölskyldna, og friðhelgi heimilisins afskaplega mikilvægt fólki sem glímir við veikindi eða umhverfisáreiti. Undirrituð hafði í kaupferlinu gert allar aðrar varúðarráðstafanir sem hægt er vegna veikinda sinna, t.a.m. fengið úttekt fagaðila vegna byggingarefna og útgufunar VOC efna, vegna myglu, loftræstingar, mengunar, einungis kom nýbygging til greina og fleiri íþyngjandi þættir sem undirrituð þarf að hafa hug að vegna heilsu sinnar.

Í öllu þessu ferli sendi undirrituð PFS póst, eins og fyrr segir, og datt ekki til hugar að það yrði

e-t vandamál tengt þessari beiðni. Um var að ræða eina fyrispurn, þar sem undirrituð bað um að fá upplýsingar um staðsetningu senda innan höfuðborgarinnar.

Ekki bar á svari, og ítrekaði undirrituð fyrirspurn sína því einhverjum dögum seinna, og fékk svo loks svar frá Þorleifi Jónassyni, eða 13. nóvember 2018. Einhver tölvupóstsamskipti fóru fram á milli undirritaðrar og Þorleifs í kjölfarið næsta árið, þar sem undirrituð m.a. útskýrir hvers vegna hún biður um framangreindar upplýsingar, ítrekar mikilvægi slíkra upplýsinga til almennings vegna lýðheilsusjónarmiða, sem og ítrekar að hvergi komi fram í 62. gr. a. laga um fjarskipti að PFS hafi ekki heimild til að gefa upp staðsetningu. Ljóst var að beiðni undirritaðrar ógnaði á engan hátt öryggishagsmunum, enda tók hún skýrt fram að um lýðheilsumál væri að ræða, sem varðaði ákvörðunarrétt fjölskyldu sinnar um val á heimili og búsetu, og kost á friðhelgi þess heimilislífs, fyrir utanaðkomandi umhverfisþáttum - amk eins og unnt væri.

Beiðni undirritaðrar var þó hafnað á endanum, og var sú ákvörðun PFS kærð til úrskurðarnefndar upplýsingamála þann 28. febrúar 2020.

Málið allt tók um 2 ár í ferli, og lá úrskurður úrksurðarnefnar upplýsingamála fyrir þann 20. október 2020, sbr. mál nr. 931/2020 í máli ÚNU 20020025, þar sem ákvörðun PFS var staðfest, sjá nánar í úrskurði.

Undirrituð fagnar því þessari reglugerð, sem mun vonandi og í framtíðinni greiða fyrir aðgangi almennings á þessum upplýsingum. Nægilegt er td fyrir fólk í okkar hópi, og sem glímir við rafmagnsóþol, að vita nokkurn veginn staðsetningu slíkra senda, en ekki er þörf á námkvæmri staðsetningu eða GPS hnitum, eða öðru sambærilegu.

Í ljósi þessa veikinda undirritaðrar, hefur hún í gegnum árin beint fyrirspurnum til stjórnvalda og sveitarfélaga varðandi ýmiss konar atriði er snert geta heilsu hennar og fjölskyldu. Flestum slíkum beiðnum hefur verið vel tekið, og margir lagt sig í líma við að liðsinna undirritaðri og gefa þær upplýsingar sem þörf hefur verið á. Nú síðast sendi undirrituð beiðni vegna allra leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, þeas í hvaða skólum væru sendar á húsþökum, og þá hvers lags sendar. Margir vísuðu fyrst á PFS í þessum efnum, og fannst eðlilegra að sú stofnun gæfi þessar upplýsingar, en eins og undirrituð vissu myndi slíkri beiðni sæta frávísun þaðan. Öll sveitarfélög hafa nú svarað undirritaðri eftir bestu getu, og er það til fyrirmyndar. Waldorf leikskólinn í Sóltúni er ekki með wifi hjá sér, og hefur undirrituð barnið sitt í leikskólanum þar, sem og nýfædd dóttir hennar á þar frátekið pláss. Fær sá skóli mikið hrós fyrir að deila upplýsingum um þessi efni, og einnig fyrir að almennt koma til móts við marga meðvitaða foreldra með sérþarfir (td varðandi mataræði, efnaóþol, rafmagnsóþol ofl). Það væri óskandi að fleiri skólar fylgdu í þau fótspor.

Það er synd að almennir borgarar eigi erfitt með að leita til stjórnvalda sinna til að fá þær upplýsingar sem þeir þurfa til að tryggja friðhelgi heimilis síns og rétt sinn til heilsu. Þetta eru stjórnarskrárvarin réttindi, og þó flestir hafi ekkert með þessar upplýsingar að gera, og þjáist ekki af rafmagnsóþoli, þá þýðir það ekki að mismuna eigi þeim hópi sem svo gerir, og girða fyrir val þeirra um lífsgæði, búsetu og tækifæri, amk eins og þeim er unnt. Ég endurtek að um er að ræða lýðheilsumál, sem auðvelt er að leysa með aðgangi að þessum upplýsingum, og þannig geta þeir sem viðkvæmir eru gert þær ráðstafanir sem henta þeim.

Síðast en ekki síst, minni ég í þessu samhengi á mikilvægi upplýsingalaga nr. 140/2012, sérstaklega 5. gr. þeirra laga, en þar er sett rík skylda á stjórnvöldum að veita ákveðnar upplýsingar til almennings, við viss skilyrði. Það þarf ekki að tíunda hér mikilvægri þessa ákvæðis í því réttarríki sem við viljum lifa í.

Virðingarfyllst,

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir

lögfræðingur og stjórnarkona í SUM - samtökum um áhrif umhverfis á heilsu - https://www.facebook.com/samtoksum

p.s.

Óþarfi er að taka fram hér að málefni það sem tengist rafmagnsóþoli er umdeilt. Undirrituð óskar eftir því að þó sé litið málefnalega á umsögn þessa, eða amk eins og hægt er. Rannsóknir um áhrif svokallaðra EMF bylgna eru misvísandi, af skornum skammti, og eru þar margar skiljanlegar ástæður að baki.

Flestar rannsóknir á sviði umhverfisáhrifa og efnaáhrifa á heilsu (eins og td EMF og 5G fellur undir) eru mjög flóknar. Bæði þurfa slíkar rannsóknir mikinn tíma og reynslu, því áhrifin geta td verið langvinn eða margþátta. Það þarf að reyna að útiloka samverkandi þætti (sem er nánast ógerlegt þegar umhverfisáhrifa gætir) og jafnvel þarf að taka mið af persónulegri upplifun, sem og líkamlegri uppbyggingu og erfðum. Þessi nálgun hefur verið viðurkennd með suma aðra umhverfisþætti, td eins og rannsóknir á áhrifum tókabs, bílamengunar, MSG, aspets, myglu osfrv. Þessar rannsóknir eru til í dag, en það tók marga áratugi að fá niðurstöður, og enn lengri tíma til að fá þær viðurkenndar. Að einhverju leiti má þar einnig kenna um sterkum hagsmunaöflum.

Ástæðan fyrir því af hverju slíkar rannsóknir eru lengi í framkvæmd, og ekki taldar trúverðugar, er að það er ágreiningur um hvort megi, og sé yfirhöfuð hægt, að beita svokölluðum RCT rannsóknum á áhrif umhverfis á heilsu. Það hefur verið talið siðlaust og ógerlegt að útsetja (og þá einnig einangra) fólk í eins langan tíma og þarf til að ná árangursríkum niðurstöðum, og þess vegna hefur þurft að byggja á feril og faraldsfræðirannsoknum, sem eru oft mun erfiðari. Hið sama er að gerast td með corona veiruna, og gerðist einnig með tóbaksreyk, bílamengun, MSG, myglu, aspest osfrv - það er ekki nokkur leið að vita langtímaáhrif á taugakerfi eða önnur kerfi líkamans, nema þar sé að baki tími og reynsla.

Og á meðan slíkar rannsóknir og staðreyndir eru ekki til, á heilsa fólks að njóta vafans.

Undirrituð vill taka fram að hér stangast að sjálfsögðu á ólík sjónarmið, og ber að taka mið af því. Fólk er misjafnt, misviðkvæmt og finnur fyrir áhrifum umhverfisins á mismunandi hátt. Það þarf ekki að líta lengra en til ástandsins í dag (COVID-19 sjúkdómsins) til að sjá svart á hvítu hversu mismunandi veiran fer í fólk, og hversu mismunandi ónæmiskerfi og taugakerfi almennings ræður við veiruna. Sumir geta verið allt að einkennalausir, á meðan veiran leggst harkalega á öndunarfæri annarra og önnur kerfi, og kemur af stað svokölluðum cytokine stormi.

Þessi cytokine stormur er nánast sami “stormur” og hellist yfir þá sem eru næmir fyrir umhverfsiáreiti, og þurfa þeir sömu að leggjast í sjálfsskipaða sóttkví mörgum sinni á ári á álagstímum, td eftir erfið ferðalög, við mikla mengun, við útsetningu fyrir myglu eða við aðrar utanaðkomandi umhverfisástæður. Langoftast getur þessi hópur leitað náðar og griðar á sínu eigin heimili, enda er þessi hópur búinn að búa svo til um að takmarka alla efnanotkun, EMF bylgjur, myglu, aukaefni eða annað umhverfisáreiti innan veggja heimilis síns. Stjórnarskrárvarin réttindi þessa hóps, til friðhelgis heimilis, til heilsu og til eignaréttar, eru afar mikilvæg í þessu samhengi.

Hins vegar geta EMF bylgjur haft áhrif inn á heimili fólks, og án þess að fólk fær nokkurri rönd við reist. Sérstaklega ef heimili þeirra eru staðsett nærri slíkum sendum. Vegna þessa hefur þessi almenningur hagsmuni á því að fá upplýsingar um staðsetningu fjarskiptasenda, og kannski sérstaklega þessi viðkvæmi hópur. Undirrituð getur vel tekið undir það að þessar upplýsingar þurfi kannski ekki að vera öllum aðgengilegar á internetinu, og það þurfi ekki að gefa upp nákvæma staðsetningu eða GPS hnit, en ef fólk óski sérstaklega eftir þeim, beri að veita þær eftir bestu getu, sérstaklega á grundvelli heilsufarssjónarmiða, sem og á grunvelli stjórnarskrárvarinnar réttinda.

Undirrituð vill benda á og til upplýsingar, að það eru þó nokkrir umhverfisáreitishópar á facebook, og eru eflaust margir innan þessara hópa sem fagna tilkomu þessarar reglugerðar.

Þar má nefna:
MCS = ca 660 meðlimir
Þolendur raka og myglu í húsum = ca 2.300 meðlimir

5G á Íslandi - nei takk = ca 618 meðlimir
Er rúmið mitt að drepa mig = ca 9.400 meðlimir

Meðfylgjandi eru einnig fleiri linkar inn á rannsóknir tengdu ofangreindu.

Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðandi stofnanir á þessu sviði:

• SafeG Alliance (worldwide)

• Environmental Health Trust (worldwide)

• 5GCrisis.net (USA)

• 5G Space Appeal: An International Appeal to Stop 5G on Earth and In Space 

Grasrótarsamtök  & Rannsóknir:

• 5G Exposed (UK)

• 5GInformation.net (USA)

• Americans For Responsible Technology (USA)

• Center for Safer Wireless (USA)

• Children’s Health Defense (USA)

• Collective Evolution (worldwide)

• Corbett Report 

• ECSFR (Australia)

• ElectricSense 

• EMF Health Summit 

• EMF Safety Network (California)

• EMF Warriors 

• EMFoff! 

• InPower Movement 

• KeepYourPower.org (Hawaii)

• Last Tree Laws (Mass., USA)

• My Street, My Choice (California)

• Our Town, Our Choice (USA)

• Parents For Safe Technology (USA)

• Physicians For Safe Technology 

• SaferEMR (Dr. Joel Moskowitz)

• Scientists For Wired Technology (California)

• Stop5GGlobal.org (Australia)

• StopUMTS (Netherlands)

• Stichting EHS (Netherlands)

• Take Back Your Power 

• Technocracy.news 

• Telecom Power Grab (USA)

• The Conscious Resistance (USA)

• Verminder Electrosmog (Netherlands)

• WhatIs5G.info 

• WirelessEducation.org 

• Wireless Information Network (USA)

Fleira lesefni og rannsóknir (direct links)

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7642138/

 

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0013935118300161?via%3Dihub

 

 

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S037842742030028X?fbclid=IwAR1UcA2uGefg2gH7olWos-YgWr3ohLBoGbKQdi5Y356lizlcDrA6xMx5Vhs

 

 

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S2542519618302213?via%3Dihub&fbclid=IwAR3bgQ3GvCs7SFGQBHc87gqnJOuvWQnjR0BGHamiA3xjdbRkVDaHEuwvlu8 

 

 

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0013935118303475?via%3Dihub

 

 

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0006291X15003988?fbclid=IwAR1LKxWUFjspPg6QceBGKLzPNKj2h6V98akcE8YEMxnkU-HnYBhP_67SGvM

 

 

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0160412012002334?fbclid=IwAR2Q3HHMVJt7AgdtwgQNT5ujjkdthtZw7P755pC08k6AVUSkAwnmZdfBMCk

 

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29530389/

 

 

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0013935118300355?fbclid=IwAR29ceczJ4pn5B9rpJZ2F_hCHwIQArs1GmysIdaTPcNkUmzjpPUbMzJjilg

 

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0048969716317375?fbclid=IwAR13gusu1dbN1tWRe6nZl3bGabqjAx8ytO5ORS6AyZsBCau1cLcLdhWEyc4#!

 

 

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29402696/

 

 

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/30247338/

 

 

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29459303/

 

 

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/30025338/

 

 

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6469375/?fbclid=IwAR3H5EEXTgU9DPUJE43AXzvYxbLlGbkblI_ao7GXWypSJCtZqjly9jOUbP4

 

 

https://ieeexplore.ieee.org/document/8016593

 

 

https://www.nature.com/articles/s41598-018-22271-3?fbclid=IwAR17_5Dp4XIeQ37xAlJ5JWNHlFZx-I8b_l5m0_7yKJqy1IR5rNqdW2ypO_I

 

https://blogs.scientificamerican.com/observations/we-have-no-reason-to-believe-5g-is-safe/

https://www.nature.com/articles/s41598-019-56948-0?fbclid=IwAR15Q6TrCCJ5c41qXNj4zMKUOHn9lXexTAdy5QdFu3GiAoSLnVPdA0YQsBM

https://www.researchgate.net/publication/318916428_Impact_of_radiofrequency_radiation_on_DNA_damage_and_antioxidants_in_peripheral_blood_lymphocytes_of_humans_residing_in_the_vicinity_of_mobile_phone_base_stations

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/30526242/

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0048969711005754?fbclid=IwAR0Rh4w_wVWPHWdnfrwp_cAJtyro7_WWYxLvFhNqJZ3MSdsxCEVeiuiYuJY

Research on 3G and 4G

3G and 4G technology is still very much in use around the world. In addition, 5G devices will also have 4G emissions and 5G will use the frequencies currently used in 2G, 3G and 4G.

A 2019 study on human blood found microwave 3G MT EMF/radiation - within the current exposure limits - had significant genotoxic action on human cells (Panagopoulos

 2019). A series of landmark papers found that effects from microwaves on human lymphocytes can be dependant on carrier frequency (Belyaev

 2005), that UMTS (3G) microwaves can affect chromatin and inhibit formation of DNA double-strand breaks (Belyaev

 2009) and that stem cells are most sensitive to microwave exposure (Belyaev

 2010). Children have more active stem cells.

4G or the fourth generation of cellular technology called Long Term Evolution or LTE was launched without premarket safety testing for long term exposure. Published research has found

 behavioral changes in mice (Broom

 2019); damage to the testes and reproductive potential in mice (Yu

 2019); reduction to EEG alpha power (Vecsei

 2018); modulation to resting state EEG on alpha and beta bands (Yang

 2017); alteration of spontaneous low frequency fluctuations induced by the acute LTE RF-EMF exposure (Lv 2014).

A 2018 double-blind, crossover, randomized, and counterbalanced design study

Modulation of brain functional connectivity by exposure to LTE (4G) cell phone radiation found that acute LTE-EMF exposure did modulate connectivity in some brain regions and the authors conclude that “Our results may indicate that approaches relying on

 network-level inferences can provide deeper insights into the acute effects of LTE-EMF exposure with intensities below the current safety limits on human functional connectivity. In the future, we need to investigate the evolution of the effect over time.”

 (Wei 2018).

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Míla ehf. - 10.05.2021

Meðfylgjandi er umsögn Mílu ehf.

Viðhengi