Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.4.–4.5.2021

2

Í vinnslu

  • 5.5.–8.7.2021

3

Samráði lokið

  • 9.7.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-107/2021

Birt: 27.4.2021

Fjöldi umsagna: 6

Annað

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Afléttingaráætlun sóttvarnaaðgerða innanlands vegna COVID-19

Niðurstöður

Sóttvarnaaðgerðum innanlands lauk með brottfellingu reglugerðar nr. 691/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og hafði þá aðgerðum verið aflétt í samræmi við afléttingaráætlun með hliðsjón af þeim umsögnum sem bárust í Samráðsgáttinni.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs afléttingaráætlun sóttvarnaaðgerða innanlands vegna COVID-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar.

Nánari upplýsingar

Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar áætlun um afléttingu innanlandstakmarkana vegna COVID-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar. Áætlað er að aflétta megi öllum innanlandstakmörkunum síðari hluta júnímánaðar þegar um 75% þjóðarinnar hafa fengið a.m.k. einn bóluefnaskammt.

Afléttingaráætlunin er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Áætlunin er sett fram með hliðsjón af því hve hratt gengur að bólusetja landsmenn og er jafnframt birt með fyrirvara um mat sóttvarnalæknis á aðstæðum og stöðu faraldursins á hverjum tíma.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Heilbrigðisráðuneytið

hrn@hrn.is