Samráð fyrirhugað 27.04.2021—04.05.2021
Til umsagnar 27.04.2021—04.05.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 04.05.2021
Niðurstöður birtar 09.07.2021

Afléttingaráætlun sóttvarnaaðgerða innanlands vegna COVID-19

Mál nr. 107/2021 Birt: 27.04.2021 Síðast uppfært: 09.07.2021
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Niðurstöður birtar

Sóttvarnaaðgerðum innanlands lauk með brottfellingu reglugerðar nr. 691/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og hafði þá aðgerðum verið aflétt í samræmi við afléttingaráætlun með hliðsjón af þeim umsögnum sem bárust í Samráðsgáttinni.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 27.04.2021–04.05.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 09.07.2021.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs afléttingaráætlun sóttvarnaaðgerða innanlands vegna COVID-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar.

Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar áætlun um afléttingu innanlandstakmarkana vegna COVID-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar. Áætlað er að aflétta megi öllum innanlandstakmörkunum síðari hluta júnímánaðar þegar um 75% þjóðarinnar hafa fengið a.m.k. einn bóluefnaskammt.

Afléttingaráætlunin er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Áætlunin er sett fram með hliðsjón af því hve hratt gengur að bólusetja landsmenn og er jafnframt birt með fyrirvara um mat sóttvarnalæknis á aðstæðum og stöðu faraldursins á hverjum tíma.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Wioletta Macnar-Kudla - 28.04.2021

Skylda til að vera með Grímur ætti að fjarlægja um miðjan júní. Engar Grímur inni og úti

Afrita slóð á umsögn

#2 Ebenezer Bárðarson - 29.04.2021

Frábært ef það gengur, ef ekki þá verður það að hafa það og þá tökum við á því.

Afrita slóð á umsögn

#3 Bryndís Sveinsdóttir - 29.04.2021

Í ljósi stöðu farandursins í dag, þá á ekki að aflétta neinu í maí.Við getum haldið þetta út aðeins lengur.

Afrita slóð á umsögn

#4 Valgerður Magnúsdóttir - 30.04.2021

Í 2 til 3 þætti áætlunar / í síðasta lagi í lok mai ,ætti grímuskyldu að vera aflétt hvarvetna.

Afrita slóð á umsögn

#5 Þorsteinn Valur Baldvinsson - 03.05.2021

Tel þessa áætlun bera sterk einkenni komandi kosninga og nokkuð óvarlega farið, vill frekar sjá að viðmiðið sé seinni sprauta en ekki fyrri

Að miða við fyrri sprautu er væntingasala en að miða við seinni sprautu er vísun til rannsókna og þekkingar sem er mun betri grundvöllur fyrir ákvarðanatöku

Forgangsröðun stjórnvalda á að vera innlent hringrásarhagkerfi og öryggi landsmanna frekar en arðgreiðslur innan ferðaþjónustunnar.

Afrita slóð á umsögn

#6 Íslenski dansflokkurinn - 04.05.2021

SAVÍST, samtök atvinnuveitenda í sviðslistum, og samstarfsaðilar fagna þeim nauðsynlega fyrirsjáanleika sem kynntur hefur verið með áætlun stjórnvalda um þrepaskiptar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum vegna farsóttar. Til að geta skipulagt sviðslistaviðburði fram í tímann er grundvallaratriði að hafa skýrar og einfaldar reglur um fjöldatakmarkanir, nándartakmörk og annað sem snýr að viðburðahaldi. Undirrituð fagna því að miðað við áætlunina sé hægt að gera ráð fyrir því að búið verði að aflétta öllum takmörkunum í byrjun ágúst þegar nýtt starfsár hefst hjá flestum menningarhúsum og sviðslistarstofnunum. Þessi staðfesting er langþráður grundvöllur þess að hægt verði að hefja af krafti endurræsingu menningarlífsins í lok sumars. Sviðslistastofnunum er afar mikilvægt að aflétting hafi átt sér stað þegar nýtt starfsár hefst í byrjun ágúst og að þessari afléttingu verði ekki frestað.

Virðingarfyllst,

SAVÍST og samstarfsaðilar

(Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhús, Borgarleikhús, Íslenski dansflokkurinn, Íslenska óperan, Menningarfélag Akureyrar, RÚV, Harpa, Tjarnarbíó og Salurinn)