Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.4.–10.5.2021

2

Í vinnslu

  • 11.5.–13.12.2021

3

Samráði lokið

  • 14.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-108/2021

Birt: 30.4.2021

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að reglugerð um gjald fyrir afhendingu gagna hjá ársreikningaskrá.

Niðurstöður

Eftir að drög að reglugerð voru birt í samráðsgáttinni var farið yfir umsagnir sem bárust og voru gerðar breytingar á drögunum. Endanleg reglugerð nr. 707/2021 var birt á vef Stjórnartíðinda þann 16. júní 2021.

Málsefni

Lögð eru fram drög að reglugerð um gjald fyrir afhendingu gagna hjá ársreikningaskrá. Með lögum nr. 102/2020 var ársreikningskrá gert að veita gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum allra félaga á opinberu vefsvæði en ársreikningskrá er heimilt að innheimta gjald fyrir afhendingu á öðru sértæku formi.

Nánari upplýsingar

Með lögum nr. 102/2020 var gerð breyting á 109. gr. laga um ársreikninga á þann veg að ársreikningaskrá skuli birta gögn sem skilaskyld eru á opinberu vefsvæði. Í framhaldi var kveðið á um að ráðherra seti með reglugerð ákvæði um gjaldtöku fyrir annars konar afhendingu gagna. Í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum nr. 102/2020 segir m.a. að ákvæðið mæli fyrir um gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum allra félaga á opinberu vefsvæði. Þannig verði rafræn uppfletting einstakra ársreikninga á opinberu vefsvæði án gjaldtöku en ársreikningaskrá verður áfram heimilt að innheimta gjald fyrir afhendingu ársreikninga á pappír eða öðru sértæku formi. Hér eru lögð fram drög að reglugerð um gjald fyrir afhendingu gagna hjá ársreikningaskrá á pappír eða á öðru sértæku formi og er m.a. gert ráð fyrir möguleika á að vera með tengingu í lokuðu uppflettikerfi, vefþjónustu, vefgátt eða sambærilegu viðmóti.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta

anr@anr.is