Samráð fyrirhugað 30.04.2021—10.05.2021
Til umsagnar 30.04.2021—10.05.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 10.05.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um gjald fyrir afhendingu gagna hjá ársreikningaskrá.

Mál nr. 108/2021 Birt: 30.04.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (30.04.2021–10.05.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Lögð eru fram drög að reglugerð um gjald fyrir afhendingu gagna hjá ársreikningaskrá. Með lögum nr. 102/2020 var ársreikningskrá gert að veita gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum allra félaga á opinberu vefsvæði en ársreikningskrá er heimilt að innheimta gjald fyrir afhendingu á öðru sértæku formi.

Með lögum nr. 102/2020 var gerð breyting á 109. gr. laga um ársreikninga á þann veg að ársreikningaskrá skuli birta gögn sem skilaskyld eru á opinberu vefsvæði. Í framhaldi var kveðið á um að ráðherra seti með reglugerð ákvæði um gjaldtöku fyrir annars konar afhendingu gagna. Í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum nr. 102/2020 segir m.a. að ákvæðið mæli fyrir um gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum allra félaga á opinberu vefsvæði. Þannig verði rafræn uppfletting einstakra ársreikninga á opinberu vefsvæði án gjaldtöku en ársreikningaskrá verður áfram heimilt að innheimta gjald fyrir afhendingu ársreikninga á pappír eða öðru sértæku formi. Hér eru lögð fram drög að reglugerð um gjald fyrir afhendingu gagna hjá ársreikningaskrá á pappír eða á öðru sértæku formi og er m.a. gert ráð fyrir möguleika á að vera með tengingu í lokuðu uppflettikerfi, vefþjónustu, vefgátt eða sambærilegu viðmóti.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sigríður Laufey Jónsdóttir - 10.05.2021

Umsögn frá Creditinfo Lánstraust hf.

Viðhengi