Drög að landbúnaðarstefnunni, Ræktum Ísland!, kynnt og birt þann 5. maí 2021.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 05.05.2021–26.05.2021.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 13.12.2021.
Ræktum Ísland! er umræðuskjal verkefnastjórnar um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.
Meginþættir landbúnaðarstefnu framtíðarinnar eru að treysta fæðuöryggi, tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra landnýtingu, auka verðmætasköpun og samkeppnishæfni á grundvelli vísinda og nýjustu tækni og stuðla að því að blómlegur landbúnaður þrífist um land allt. Ræktum Ísland! er umræðuskjal verkefnastjórnar um landbúnaðarstefnu, en hana skipa Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís H. Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri.
Í tillögum verkefnisstjórnar er hugað að umgjörð landbúnaðarins í heild og því ekki fjallað sérstaklega um einstakar búgreinar. Núverandi búvörusamningar gilda til ársins 2026 og er tilgangur skjalsins að vísa vegin við gerð slíkra samninga í framtíðinni.
Með umræðuskjalinu er opnað á frekara samtal og samráð. Þar er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana.
Við gerð meginatriðanna var tekið mið af þremur lykilbreytum sem munu hafa mikil áhrif á þróun landbúnaðar á komandi árum:
Landnýting Sjálfbær nýting beiti- og ræktunarlanda er lykilatriði ef tryggja á framtíð landbúnaðar á Íslandi. Vatn og nytjaland til ræktunar eru meðal mestu verðmæta samtímans hvert sem litið er í veröldinni. Mikilvægt er að sátt ríki um sjálfbæra landnýtingu.
Loftslagsmál – umhverfisvernd Samhliða sífellt minni losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna manna verður að minnka losun frá landi og binda kolefni í vistkerfum. Á þetta ber að leggja megináherslu í landbúnaðarstefnu. Verkið verður ekki unnið án þátttöku bænda og án þess að hlutur þeirra sé metinn til fjár á einn hátt eða annan.
Tækni – nýsköpun Með nýtingu nýrrar tækni má gjörbreyta aðferðum á sviði landbúnaðar eins og annars staðar. Þá hefur tækni til að tryggja rekjanleika matvæla allt frá beitarlandi til borðstofu tekið stórstígum framförum.
Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi hlekk: https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/landbunadur/raektum-island-/
Það er ánægjulegt að sjá að hér er dýraheilbrigði gerð ágæt skil og ég minnist þess ekki í svipinn að það hafi verið gert með jafn skýrum hætti þegar unnið hefur verið að stefnumótun í landbúnaði hér á landi. Ég hefði þó viljað sjá ákveðnari sýn á vægi fyrirbyggjandi aðgerða í að standa vörð um og styrkja heilbrigði búfjár og draga úr lyfjanotkun. Það er komið inn á það í öðru samhengi að við höfum m.a. mikið landrými og það gefur einnig möguleika á sjúkdómavörnum s.s. að hvíla land. Það eru mörg tækifæri í þessu bæði í daglegum störfum bænda en eins ræktunarstarfi .
Ég vil þakka fyrir þetta „umræðuskjal um íslenska landbúnaðarstefnu.“ Hér er málsmeðferð til fyrirmyndar - minnir á aðferðafræði skipulags, þar sem „lýsing áforma“ er fyrst kynnt almenningi, áður en drög áætlunar eru unnin. Þar með skapast gott svigrúm umsagna og skoðanaskipta og allar umsagnir birtast jafn óðum.
Í skjalinu er víða dregið fram mikilægi þess að sjónarmið séu af skynsemi og víðsýni, vandlega vegin og metin og hvatt er til samstarfs um þau vandasömu skref sem stíga þarf. Dæmi:
„Til að stilla saman strengi vegna loftslagsverkefna og kolefnisbindingar á vettvangi stjórnvalda er óhjákvæmilegt að stórauka samstarf ráðuneyta sem að þessum málaflokki koma á sviði landbúnaðar og landnýtingar“
Einmitt á sama tíma koma fram drög landsáætlunar í skógrækt og drög Landgræðsluáætlunar 2021-31.
Svo óheppilega er staðið að umsagnarferli þeirra að það fer um heimasíður stofnananna - er ekki hér í Samráðsgáttinni. Þar með birtast umsagnir ekki. Gegnsæi verður ekkert í ferlinu! Þetta er óskiljanleg ráðstöfun ráðuneytisins og gagnrýniverð.
Meðfylgjandi er bókun byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 19. maí 2021.
F.h. sveitarstjóra
Kristín Jónsdóttir skjalastjóri
ViðhengiGóðan daginn. Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins.
ViðhengiVinsamlegast athugið umsögn mína í viðhengi
ViðhengiTil þess sem málið varðar.
Í viðhengi er umsögn Félags atvinnurekenda.
ViðhengiGóðan dag
Í viðhengi fylgir umsögn vegna skýrslunnar.
Bestu kveðjur
Guðni Þorvaldsson
ViðhengiGóðan dag
Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
f.h. sambandsins
Valgerður Rún
ViðhengiGóðan dag,
Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi.
kær kveðja
Auður
ViðhengiSæl,
Meðfylgjandi er umsögn frá Samtökum grænkera á Íslandi varðandi „Ræktum Ísland!“ - Umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland
Kær kv. Valgerður Árnadóttir formaður SGÍ
ViðhengiVinsamlegast athugið umsögn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði í viðhengi
ViðhengiSjá hjálagða umsögn Bændasamtaka Íslands.
ViðhengiVinsamlegast lítið á umsögn mína í meðfylgjandi skjali.
ViðhengiViðhangandi er umsögn Verndun og ræktun, VOR - Félag framleiðenda í lífrænum búskap um skýrsluna Ræktum Ísland, umræðuskjal um landbúnaðarstefnu.
ViðhengiGóðan dag,
Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um Ræktum Ísland! Umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samkeppniseftirlitsins
ViðhengiUmsögn Ungra Umhverfissinna við mál nr. 109/2021: Ræktum Ísland! - Umræðuskjal um landbúnaðarstefnu Íslands er hér meðfylgjandi.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Neytendasamtakanna.
Viðhengi