Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–26.5.2021

2

Í vinnslu

  • 27.5.–12.12.2021

3

Samráði lokið

  • 13.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-109/2021

Birt: 5.5.2021

Fjöldi umsagna: 20

Drög að stefnu

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Ræktum Ísland! Umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland

Niðurstöður

Drög að landbúnaðarstefnunni, Ræktum Ísland!, kynnt og birt þann 5. maí 2021.

Málsefni

Ræktum Ísland! er umræðuskjal verkefnastjórnar um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.

Nánari upplýsingar

Meginþættir landbúnaðarstefnu framtíðarinnar eru að treysta fæðuöryggi, tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra landnýtingu, auka verðmætasköpun og samkeppnishæfni á grundvelli vísinda og nýjustu tækni og stuðla að því að blómlegur landbúnaður þrífist um land allt. Ræktum Ísland! er umræðuskjal verkefnastjórnar um landbúnaðarstefnu, en hana skipa Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís H. Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri.

Í tillögum verkefnisstjórnar er hugað að umgjörð landbúnaðarins í heild og því ekki fjallað sérstaklega um einstakar búgreinar. Núverandi búvörusamningar gilda til ársins 2026 og er tilgangur skjalsins að vísa vegin við gerð slíkra samninga í framtíðinni.

Með umræðuskjalinu er opnað á frekara samtal og samráð. Þar er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana.

Við gerð meginatriðanna var tekið mið af þremur lykilbreytum sem munu hafa mikil áhrif á þróun landbúnaðar á komandi árum: 

Landnýting Sjálfbær nýting beiti- og ræktunarlanda er lykilatriði ef tryggja á framtíð landbúnaðar á Íslandi. Vatn og nytjaland til ræktunar eru meðal mestu verðmæta samtímans hvert sem litið er í veröldinni. Mikilvægt er að sátt ríki um sjálfbæra landnýtingu.

Loftslagsmál – umhverfisvernd Samhliða sífellt minni losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna manna verður að minnka losun frá landi og binda kolefni í vistkerfum. Á þetta ber að leggja megináherslu í landbúnaðarstefnu. Verkið verður ekki unnið án þátttöku bænda og án þess að hlutur þeirra sé metinn til fjár á einn hátt eða annan.

Tækni – nýsköpun Með nýtingu nýrrar tækni má gjörbreyta aðferðum á sviði landbúnaðar eins og annars staðar. Þá hefur tækni til að tryggja rekjanleika matvæla allt frá beitarlandi til borðstofu tekið stórstígum framförum.

Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi hlekk: https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/landbunadur/raektum-island-/

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

anr@anr.is