Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–21.5.2021

2

Í vinnslu

  • 22.5.–3.10.2021

3

Samráði lokið

  • 4.10.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-110/2021

Birt: 5.5.2021

Fjöldi umsagna: 14

Drög að stefnu

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Drög að aðgerðaráætlun fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga til ársins 2025

Niðurstöður

Allar athugasemdir voru teknar til skoðunar og mat lagt á þær allar og drögum breytt eftir atvikum. Endanleg aðgerðaáætlun fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu til ársins 2025 var samþykkt af heilbrigðisráðherra og gefin út.

Málsefni

Unnið er að aðgerðaráætlun um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga til ársins 2025. Drögin eru hér með send í opið samráð til að gefa hagsmunaaðilum tækifæri til hafa áhrif á lokaniðurstöðuna.

Nánari upplýsingar

Í október 2019 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp um stefnumótun í sjúkraflutningum til ársins 2030. Í byrjun árs 2020 skilaði starfshópurinn ráðherra tillögum að stefnu og drögum að þjónustuviðmiðum.

Heilbrigðisráðuneytið hefur unnið drög að aðgerðaáætlun fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu í kjölfar vinnu starfshópsins og hlotið liðsinnis fagráðs sjúkraflutninga í þeirri vinnu. Það skal tekið fram að tillaga um rekstur á sérhæfðri sjúkraþyrlu er ekki hluti af þessari áætlun.

Áður en endanleg útfærsla áætlunarinnar er gefin út, er það mat heilbrigðisráðuneytisins að nauðsynlegt sé að drögin fari í víðara samráð til þess að gefa hagsmunaaðilum á breiðum grunni tækifæri til að hafa áhrif á lokaniðurstöðu aðgerðaáætlunarinnar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Helga Harðardóttir

helga.hardardottir@hrn.is