Samráð fyrirhugað 05.05.2021—21.05.2021
Til umsagnar 05.05.2021—21.05.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 21.05.2021
Niðurstöður birtar 04.10.2021

Drög að aðgerðaráætlun fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga til ársins 2025

Mál nr. 110/2021 Birt: 05.05.2021 Síðast uppfært: 04.10.2021
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Niðurstöður birtar

Allar athugasemdir voru teknar til skoðunar og mat lagt á þær allar og drögum breytt eftir atvikum. Endanleg aðgerðaáætlun fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu til ársins 2025 var samþykkt af heilbrigðisráðherra og gefin út.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 05.05.2021–21.05.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 04.10.2021.

Málsefni

Unnið er að aðgerðaráætlun um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga til ársins 2025. Drögin eru hér með send í opið samráð til að gefa hagsmunaaðilum tækifæri til hafa áhrif á lokaniðurstöðuna.

Í október 2019 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp um stefnumótun í sjúkraflutningum til ársins 2030. Í byrjun árs 2020 skilaði starfshópurinn ráðherra tillögum að stefnu og drögum að þjónustuviðmiðum.

Heilbrigðisráðuneytið hefur unnið drög að aðgerðaáætlun fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu í kjölfar vinnu starfshópsins og hlotið liðsinnis fagráðs sjúkraflutninga í þeirri vinnu. Það skal tekið fram að tillaga um rekstur á sérhæfðri sjúkraþyrlu er ekki hluti af þessari áætlun.

Áður en endanleg útfærsla áætlunarinnar er gefin út, er það mat heilbrigðisráðuneytisins að nauðsynlegt sé að drögin fari í víðara samráð til þess að gefa hagsmunaaðilum á breiðum grunni tækifæri til að hafa áhrif á lokaniðurstöðu aðgerðaáætlunarinnar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Guðni Sigmundsson - 05.05.2021

Sæl, er búinn að lesa þessar tillögur yfir og líst nokkuð vel á þær. það þarf að passa er varðar þjálfun vettvangsliða að það leiði ekki til fækkunar á sjúkrabílum og sjúkraflutningafólki á landsbyggðinni, mér finmst mikilvægt að bráðamóttaka sé sem næst flugvelli sem vel er hægt að stóla á allt árið. og endurnýja sjúkrabíla líka á smærri stöðum á landsbyggðinni

Afrita slóð á umsögn

#2 Sveitarfélagið Skagafjörður - 20.05.2021

Meðfylgjandi er bókun byggðarráðs Svf. Skagafjarðar.

F.h. sveitarstjóra, Kristín Jónsdóttir skjalastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Þorsteinn Valur Baldvinsson - 20.05.2021

Erfitt er að finna greiningu á sjúkraflutningum inn á höfuðborgarsvæðið eða innan svæðis en vegna hagræðingar í heilbrigðiskerfi hefur fjöldi flutninga aukist sem og vegalengdir er farnar eru með sjúklinga í sjúkrabifreiðum.

Samkvæmt rannsóknum eru skýr tengsl á milli flutningsvegalengdar í sjúkrabifreið og lífslíkna og skýrt að það verður meira um andlát við aukna vegalengd og aukin tíma.

Nú er verið að byggja upp nýjan Landspítala fyrir tugi miljarða við Hringbraut og Vatnsmýrarveg, þangað stefna þá allir neyðarflutningar með sjúklinga og vert að horfa á hvað margir flutninga koma frá Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi.

Það þyrfti að tryggja með lögum að einstaka sveitarfélög hefi ekki heimildir til að auka umferðarþunga á aðal flutningsleiðum fyrir neyðarakstur né gera annað það sem eykur viðbragðs og flutningstíma sjúkrabifreiða eða ógnar öryggi flutninga án þess að annar valkostur og betri fyrir þessa flutninga verði tryggður.

Tryggar flutningaleiðir eru margfallt mun meira hagsmunamál fyrir þessa flutninga en staðsetning í nánd við flugvöll er horft er á fjölda neyðarflutninga og hvaðan þeir koma.

Það hefur ítrekað gerst að andlát hafa átt sér stað í sjúkrabifreiðum sem koma frá Suðurnesjum vegna þess að á því svæði er ekki full mönnuð bráðamóttaka þrátt fyrir að íbúafjöldi sé kominn yfir 28.195

Á Vesturlandi búa 16.710 og á Suðurlandi búa 31.388, allur þessu hópur 76.293 landsmanna búa við þá staðreynd að eina fullbúna bráðamóttakan er staðsett í Reykjavík þar sem við sjúkraflutningsmönnum taka umferðartafir og aðrar hindranir á flutningum sem kosta mannslíf og skýrt er að stefnt er á að tefja þessa flutninga enn meira með ákvörðunum sem engar afleiðingar hafa fyrir þá sem þær taka þó þær kosti mannslíf.

Íbúafjöldin á landinu öllu er á fyrsta ársfjórðungi 2021. 368.792 þar af á höfuðborgarsvæðinu 237.470 og innan flutningsvegalengdar frá LSH 76.293 íbúar.

Svæði með 313.763 íbúa eiga því nánast allt sitt undir því að trygg flutningsleið sé fyrir sjúkrabifreiðar að bráðamóttöku við Hringbraut sem og Fossvogi á meðan hún er í notkun.

Bráðamóttökur á Selfossi, Akranesi eða Keflavík eru ekki mannaðar til neyðaraðgerða með möguleika á uppskurði vegna til dæmis fylgjulos allan sólahringinn, þær eru frekar flokkunarstöðvar fyrir framhaldsflutninga.

Boðanir SHS vegna sjúkraflutninga námu 32.979 árið 2020 sem er aukning um 793 boðanir á milli ára og þar af voru 8.221 forgangsútköll.

Fjöldi sjúkraflutninga á svæðum HVE, HSS og HSU er erfitt að finna enda ekki haldið á forsíðum.

Ekki má horfa framhjá því að ef farþegaflugvél laskast á Keflavíkurflugvelli er viðfangsefni fyrir sjúkraflutninga komið upp fyrir þolmörk og næsta alvöru móttaka er í Reykjavík

Það er því mikilvægt að verja með lögum tryggar flutningsleiðir og öryggi þeirra, bæði vegna sjúklinga og þeirra starfsmanna sem flutninga annast.

Tuga miljarða fjárfestingu í nýjum Landspítala má ekki stór skaða með þröngsýni eða uppgangi skammtíma stjórnmála, mannslífið hlýtur að vega þyngra.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Birgir Finnsson - 20.05.2021

Varðandi sjúkraflutningaskólann og drög að aðgerðaáætlun. Sjá nánar í viðhengi.

Í fimm ára aðgerðaáætlun heilbrigðisráðuneytisins ætti að gera sjúkraflutningaskólanum mun hærra undir höfði, skólinn ætti að vera sérstakur liður í áætluninni. Undir þeim lið ætti að koma fram að auka eigi fjárframlög til skólans, að hann eigi að þróa og efla nám fyrir sjúkraflutningmenn en frekar, þar á meðal endurmenntun þeirra. Auk þess að halda námskeið fyrir vettvangsliða og að bjóða upp á námskeið fyrir aðra heilbrigðisstarfsmenn sem koma að bráðaþjónustu og sjúkraflutningum, s.s. lækna og hjúkrunarfræðinga. Öll fræðsla á þessu sviði verði þannig á einni hendi, án aukinna námskeiðsgjalda, samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið.

Kveðja, Birgir Finnsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Birgir Finnsson - 20.05.2021

Umsögn um drög að aðgerðaáætlun m.t.t. sjúkrabifreiða í C-flokki. Sjá viðhengi.

Nokkrir rekstraraðilar sjúkraflutninga, fagráð sjúkraflutninga og Landssamband slökkviliðs– og sjúkra-flutninga hafa oft bent á þörfina á að fá sjúkrabifreiðar í C-flokki samkvæmt evrópustaðli IST EN-1789 um sjúkrabifreiðar, en það eru bifreiðar með kassayfirbyggingu. Sjúkraflutningamenn á Íslandi vinna eftir vinnuferlum og hafa menntun til að sinna ákveðinni sérhæfðri meðferð. Það er því eðlileg krafa að sjúkrabifreiðarnar sem þeir starfa á séu samkvæmt evrópustaðli, það er í C-flokki með kassayfirbyggingu.

Kveðja, Birgir Finnsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs. - 21.05.2021

Meðfylgjandi er umsögn þeirra átta slökkviliða á Íslandi sem jafnframt eru þjónustuaðilar sjúkraflutninga.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs. - 21.05.2021

Meðfylgjandi er umsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. um drög að aðgerðaáætlun um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga til ársins 2025.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Eysteinn Heiðar Kristjánsson - 21.05.2021

Meðfylgjandi er skjal sem unnið var af faghóp sjúkraflutninga HSN.

Eysteinn Heiðar Kristjánsson

Verkefnastjóri sjúkraflutninga HSN

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Pétur Pétursson - 21.05.2021

Umsögn send inn fyrir Félag slökkviliðsstjóra á Íslandi

Kveðja Pétur Pétusson, formaður FSÍ

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Landssamband slökkvilið/sjúkrfl - 21.05.2021

í viðhengi má finna umsögn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Fh. LSS

Birkir Árnason, formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Samband íslenskra sveitarfélaga - 28.05.2021

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðgerðaáætlunina.

F.h. sambandsins,

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Bergur Geirsson - 28.05.2021

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Guðbjörg Pálsdóttir - 28.05.2021

Hér er umsögn f.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Egill Aron Gústafsson - 28.05.2021

Sjá meðfylgjandi viðhengi

Viðhengi