Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–19.5.2021

2

Í vinnslu

  • 20.5.–23.11.2021

3

Samráði lokið

  • 24.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-111/2021

Birt: 8.5.2021

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lyf og lækningavörur

Drög að reglugerð um notkunarleiðbeiningar sem fylgja lækningatækjum sem ætluð eru almenningi.

Niðurstöður

Reglugerð birt í Stjórnartíðindum.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið kynnir drög að reglugerð um notkunarleiðbeiningar sem fylgja lækningatækjum sem ætluð eru almenningi. Reglugerð er sett með stoð í 12. gr. laga nr. 132/2020 um lækningatæki en lögin taka gildi 26 maí nk.

Nánari upplýsingar

Núgildandi lög um lækningatæki leggja þá kröfu á framleiðendur að öllum lækningatækjum sem ætluð eru almenningi skulu fylgja notkunarleiðbeiningar á íslensku. Með lögum nr. 132/2020 sem taka gildi 26 maí 2021 var þessi krafa rýmkuð og sú meginregla sett að notkunarleiðbeiningar lækningatækja sem ætluð eru almenningi skuli að jafnaði vera á íslensku og heilbrigðisráðherra gefin heimild til þess að kveða nánar á um tilhögun þessara reglna í reglugerð.

Þessi sveigjanleiki er settur fram vegna sjónarmiða um framboð lækningatækja. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að krafa um íslenskar notkunarleiðbeiningar getur verið nauðsynleg fyrir ákveðin tæki sem ætluð eru tilteknum hópum.

Í reglugerðardrögunum er lagt til að notast verði við áhættuflokkun lækningatæka, en sú flokkun er gerð á grundvelli Evrópulöggjafar (Sjá 51. gr. reglugerðar 2017/745, sbr. VIII viðauka reglugerðarinnar). Lagt er til að notkunarleiðbeiningar fyrir lækningatæki í flokki IIb og III skuli vera á íslensku en heimilt verði að hafa notkunarleiðbeiningar lækningatækja í flokki I og IIa á íslensku, ensku eða norðurlandamáli öðru en finnsku.

Óskað er eftir að athugasemdir vegna reglugerðarinnar berist eigi síðar en 19 maí 2021. Áætlað er að reglugerðin taki gildi á sama tíma og ný lög um lækningatæki nr. 132/2020

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa innviða heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is