Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.5.–21.6.2021

2

Í vinnslu

  • 22.6.–1.7.2021

3

Samráði lokið

  • 2.7.2021

Mál nr. S-112/2021

Birt: 10.5.2021

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárhagslegar viðmiðanir

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust. Drög að frumvarpi voru birt í samráðsgáttinni 19. ágúst 2021 (mál nr. 158/2021).

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til að innleiða reglugerð (ESB) 2021/168 um breytingu á reglugerð (ESB) 2016/1011 um fjárhagslegar viðmiðanir.

Nánari upplýsingar

Með lögum um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 7/2021, var reglugerð Evrópusambandsins um fjárhagslegar viðmiðanir veitt lagagildi hér á landi. Reglugerðin hefur að geyma reglur um gerð og notkun viðmiðunarvísitalna á borð við Libor-vexti sem liggja til grundvallar ýmsum samningum á sviði fjármálamarkaðar. Meðal annars er mælt fyrir um starfshætti aðila sem taka saman viðmiðanir, starfsleyfi, aðferðafræði við vinnslu viðmiðana og eftirlit.

Evrópusambandið samþykkti í febrúar 2021 breytingar á reglugerðinni. Helstu breytingar eru annars vegar að undanþiggja viðmiðanir fyrir stundargengi gjaldmiðla sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilgreinir gildissviði reglugerðarinnar og hins vegar að heimila framkvæmdastjórninni eða lögbærum yfirvöldum í aðildarríkjum að ákvarða viðmiðanir sem skuli notast við ef hætt er að gera viðmiðanir sem samningar eða aðrir fjárhagslegir gerningar vísa í eða þær verða ónothæfar og aðilar að gerningunum hafa ekki komið sér saman um aðrar viðmiðanir til að styðjast við. Unnið er að upptöku breytinganna í EES-samninginn. Íslandi ber þjóðréttarleg skylda til að innleiða þær í landsrétt þegar þær verða teknar upp í samninginn.

Ráðherra áformar að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um fjárhagslegar viðmiðanir til að veita breytingunum lagagildi hér á landi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

gunnlaugur.helgason@fjr.is