Samráð fyrirhugað 10.05.2021—21.06.2021
Til umsagnar 10.05.2021—21.06.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 21.06.2021
Niðurstöður birtar

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárhagslegar viðmiðanir

Mál nr. 112/2021 Birt: 10.05.2021
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 10.05.2021–21.06.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til að innleiða reglugerð (ESB) 2021/168 um breytingu á reglugerð (ESB) 2016/1011 um fjárhagslegar viðmiðanir.

Með lögum um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 7/2021, var reglugerð Evrópusambandsins um fjárhagslegar viðmiðanir veitt lagagildi hér á landi. Reglugerðin hefur að geyma reglur um gerð og notkun viðmiðunarvísitalna á borð við Libor-vexti sem liggja til grundvallar ýmsum samningum á sviði fjármálamarkaðar. Meðal annars er mælt fyrir um starfshætti aðila sem taka saman viðmiðanir, starfsleyfi, aðferðafræði við vinnslu viðmiðana og eftirlit.

Evrópusambandið samþykkti í febrúar 2021 breytingar á reglugerðinni. Helstu breytingar eru annars vegar að undanþiggja viðmiðanir fyrir stundargengi gjaldmiðla sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilgreinir gildissviði reglugerðarinnar og hins vegar að heimila framkvæmdastjórninni eða lögbærum yfirvöldum í aðildarríkjum að ákvarða viðmiðanir sem skuli notast við ef hætt er að gera viðmiðanir sem samningar eða aðrir fjárhagslegir gerningar vísa í eða þær verða ónothæfar og aðilar að gerningunum hafa ekki komið sér saman um aðrar viðmiðanir til að styðjast við. Unnið er að upptöku breytinganna í EES-samninginn. Íslandi ber þjóðréttarleg skylda til að innleiða þær í landsrétt þegar þær verða teknar upp í samninginn.

Ráðherra áformar að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um fjárhagslegar viðmiðanir til að veita breytingunum lagagildi hér á landi.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.