Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 14.05.2021–31.05.2021.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 01.07.2021.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar hvítbók um byggðamál - drög að stefnumótandi byggðaáætlun til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára.
Lögum samkvæmt skal ráðherra leggja fram endurskoðaða áætlun á að minnsta kosti þriggja ára fresti og í júní 2021 verða þrjú ár liðin frá samhljóma samþykkt Alþingis á gildandi byggðaáætlun. Byggðaáætlun er lýsing á stefnu ríkisins í byggðamálum hverju sinni og samhæfing við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um land allt. Sérstök áhersla skal lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.
Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar hófst með samráðsfundi í Hafnarfirði í júní 2020 og grænbók (stöðumat) var lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda í desember. Samráð og samhæfing hafa verið leiðarljós í vinnu við endurskoðun byggðaáætlunar. Samráðið birtist meðal annars í fjölda funda sem haldnir hafa verið, bæði í aðdraganda grænbókar og hvítbókar.
Hvítbók þessi, sem hér er lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda, lýsir drögum að stefnu og er almenningi og haghöfum boðið að setja fram sín sjónarmið. Að afloknu samráði verður tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára lögð fyrir Alþingi.
Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um hvítbókina ásamt aðgerðaáætlun.
F.h. sambandsins
Guðjón Bragason
ViðhengiUmsögn um hvítbók um byggðamál
Emil B. Karlsson
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn frá Samnor.
ViðhengiB.7 Störf án staðsetningar
Árangur af aðgerðinni verður m.a. mældur í hlutfalli auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum
þeirra á höfuðborgarsvæðinu sem auglýst eru án tiltekinnar staðsetningar.
Árangur verður að mæla í störfum sem ráðið er í utan höfuðborgarsvæðis en ekki bara auglýstum störfum.
Sjá hjálagða umsögn Bændasamtaka Íslands.
ViðhengiHjálagt er umsögn og tillögur að breytingum á Hvítbók um byggðamál, fyrir hönd menningarfulltrúa og verkefnastjóra menningarmála hjá landshlutasamtökunum.
ViðhengiTillaga A.9: Ég styð tillöguna, þar sem fjárstuðningur til að auka m.a. nýsköpun og sjálfbærni er grunnþáttur fyrir minnstu matvöruverslanir í strjálbýli til að lifa af samkeppni við stærri verslunarkeðjur í þéttbýliskjörnum. Auk þess fagleg ráðgjöf til að bæta reksturinn og stuðla að aukinni sjálfbærni.
Verslun (og skóli) er það sem gerir þorp í dreifbýli fýsilegt til búsetu. Rekstur á flestöllum verslunum á stærðargráðu við þessar sem hafa fengið stuðning, standa ekki undir sér og þurfi nauðsynlega á fjárveitingu að halda.
Ég styð tillögu A.9. Fjárstuðningur við smærri verslanir í litlum byggðarlögum eru lífsnauðsynlegar annars legst þjónustan af með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn íbúanna. Ef halda á byggð í þessum litlu byggðarlögum þarf að vera verslun og þjönust bæði fyrir íbúa , gesti þeirra og ferðamenn.
Meðfylgjandi er umsögn Öryrkjabandalags Íslands.
ViðhengiTillaga A.9: Ég styð tillöguna, þar sem fjárstuðningur til að auka m.a. nýsköpun og sjálfbærni er grunnþáttur fyrir minnstu matvöruverslanir í strjálbýli til að lifa af samkeppni við stærri verslunarkeðjur í þéttbýliskjörnum.
Verslun og skóli er það sem gerir þorp í dreifbýli fýsilegt til búsetu. Rekstur á flestöllum verslunum á stærðargráðu við þessar sem hafa fengið stuðning, t.d. Hríseyjarbúðin standa ekki undir sér og þurfi nauðsynlega á fjárveitingu að halda.
Frábært framtak og lífsnausinleg fyrir eyjuna
Meðfylgjandi er umsögn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE.
ViðhengiVið hjá skólaráðgjafaþjónustunni Ásgarði í skýjunum fögnum því að A. 11 og A. 12 sé orðið að veruleika og litið sé á að það sem byggðamál að jafna aðgengi skóla og sveitarfélaga að skólaráðgjöf og þróun fjarkennsluhátta. Mikilvægt er að það sé möguleiki að framkvæmdaraðili geti verið einkaaðilar til jafns við aðra.
Sammála A9 gríðarlega mikilvægt fyrir minni staði á landsbyggð að hafa búð.
Tillaga A.9: Ég styð tillöguna, þar sem fjárstuðningur til að auka m.a. nýsköpun og sjálfbærni er grunnþáttur fyrir minnstu matvöruverslanir í dreifbúli.
Verslun er ein að grunnþörfum og forsendum fyrir byggðina í minni samfélögunum og hefur einkarekstur verslunar með ekki stærri rekstrargrundvöll sýnt það í gegnum árin að hann gengur ekki. Ég tel það vera brýnt byggðarmál að styðja við minni verslanir í dreifbýli.
Hjálögð er umsögn við Hvítbók um byggðamál.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn SASS.
ViðhengiFyrir hvert bggðarlag skiptir miklu máli að hafa verslun á staðnum. Á smærri stöðum eru verslanir einnig ákveðinn félagslegur samkomustaður, líkt og í Hrísey. Hríseyjarbúðin annast einnig póstafgreiðslu, hraðbanka og minniháttar veitingasölu.
Fyrir Hrísey er gríðarlega mikilvægt að hafa verslun, það er verulega hamlandi fyrir fólk að þurfa að fara í lágmark þriggja tíma bæjarferð eftir nauðsynjavörum. Slíkt tímabil hefur komið í sögu Hríseyjar og finna allir íbúar fyrir því þegar búð vantar.
Verslanir á stærðargráðu við Hríseyjarbúðina eiga það sameiginlegt að reksturinn er þungur og háður opinberum styrkjum en verslunin nauðsynlegur þáttur til að gera byggðarlagið fýsilegt til búsetu.
Hríseyjarbúðin hefur hlotið opinbera styrki sem bjargað hefur rekstrinum og gert mögulegt að ráðast í endurnýjun á búnaði og ákveðna breytingar í hagræðingar skyni.
Ingólfur Sigfússon
hverfisráði Hríseyjar
Varðandi tillögu A 9 um stuðning við verslanir í smærri byggðarlögum.
Tillögunni ber að fagna. Stuðningur við er algerlega auðsynlegur. Undirritaður var í stjórn Hríseyjarbúðarinnar frá stofnun hennar árið 2015 til 2019. Það er vandséð að ef ekki hefði komið til stuðningur frá Brothættum Byggðum og síðan stuðningsverkefni stjórnvalda að verslunin væri opin í dag.
Verslanir í smærri byggðarlögum gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við íbúa og ferðamenn.
Að stiðja slíkar verslanir er því vel heppnuð byggðaaðgerð og gerir staðina fýsilegri til búsetu.
Þröstur Jóhannsson
Hrísey
Ég er sammála grein A.9. Um að fjárstyrkur til lítilla verslana á litlum stöðum sé nauðsynlegur. Til þess að byggð haldist á þessum litlu stöðum og að þeir séu sjálfbærir.
Verslun í Hrisey er grundvallar atriði til að hægt sé að búa á eyjunni. Það hefur gengið mjög erfiðlega að halda úti versluninni mörg ár aftur í tímann. Eftir að felag eyjaskeggja var sett á laggirnar og styrkur fékkst til rekstrarins hafa lífsgæði í eyjunni batnað til muna og mun skemmtilegri og afslappaðra andrumsloft hefur skapast um verslunina. Nú er verslunin samkomustaður og verslun með nauðsynjar. Miðpunktur menningar eyjunnar. Þökk sé verkefninu um að styðja við verslanir í smærri byggðalögum.
Hjálögð er umsögn Samorku um hvítbók um byggðamál
Virðingarfyllst,
fh. Samorku
Baldur Dýrfjörð lögfræðingur
ViðhengiStyð að þetta verkefni haldi áfram og verði jafnvel aukið, þetta hefur gert mikið fyrir minn bæ og tryggir öryggi í að hafa verslun og áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu
Sjá umsögn í viðhengi.
Viðhengi