Samráð fyrirhugað 21.05.2021—04.06.2021
Til umsagnar 21.05.2021—04.06.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 04.06.2021
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra og fatlaðra barna.

Mál nr. 117/2021 Birt: 21.05.2021 Síðast uppfært: 21.05.2021
  • Félagsmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Fjölskyldumál
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks
  • Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (21.05.2021–04.06.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Félagsmálaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra og fatlaðra barna. Umsagnarfrestur er til 4. júní nk.

Í frumvarpinu er lagt til að umönnunargreiðslur skv. 4. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, og greiðslur samkvæmt lögum nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, verði sameinaðar og er gert ráð fyrir að í stað þeirra komi umönnunarstyrkur og umönnunargreiðslur. Einnig er gert ráð fyrir að til viðbótar framangreindum greiðslum komi nýr greiðsluflokkur, kostnaðargreiðslur, en þar er um að ræða greiðslur vegna kostnaðar sem ætlað er að koma til móts við þann umframkostnað sem stafar af fötlun eða veikindum barns og aðrir opinberir aðilar greiða ekki. Verði frumvarpið að lögum munu þessir greiðsluflokkar mynda heildstæða löggjöf um fjárhagslegan stuðning ríkisins við fjölskyldur barna sem hafa greinst með alvarlega fötlun eða langvinna sjúkdóma.

Þá er í frumvarpinu lagt til að sveigjanleiki stuðningskerfisins verði aukinn og áherslum breytt á þann hátt að dregið verði úr vægi læknisfræðilegra greininga og innlagna á sjúkrahús. Stuðningur við umönnunaraðila langveikra og fatlaðra barna verði þannig í auknum mæli miðaður við raunverulega umönnunarþörf barnanna umfram það sem á við um heilbrigð börn á sama aldursskeið. Er lagt til nýtt þrepaskipt umönnunarmat sem felur í sér að mat á sérstakri þörf barns fyrir umönnun umönnunaraðila verði samræmt fyrir bæði langveik börn og fötluð börn og byggi á sérstakri umönnunarþörf þeirra. Jafnframt verði aðkoma sveitarfélaga aukin þannig að þeim verði falið að annast mat á umönnunarþörf barns og skili heildstæðri samantekt til Tryggingastofnunar ríkisins sem framkvæmi endanlegt umönnunarmat á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Umönnunarmat Tryggingastofnunar verði grundvöllur greiðslna vegna umönnunar langveiks eða fatlaðs barns.

Jafnframt er lagt til að umsýsla með málaflokkinn verði skilvirkari m.a. með því að starfsemi og þjónusta Tryggingastofnunar verði bætt, s.s. varðandi upplýsingagjöf á ýmsum tungumálum og aðgengi að upplýsingum á rafrænu formi á vef stofnunarinnar. Þá verði upplýsingagjöf til umönnunaraðila bætt þannig að þeir fái góðar og skýrar upplýsingar um mögulegan rétt sinn. Umsóknarferlið verði einfaldað, það verði rafrænt og samskipti verði aukin, þ. á m. við umsækjendur, þjónustuaðila og stofnanir. Áhersla er lögð á að umsóknir verði afgreiddar eins fljótt og unnt er og við umsóknarferlið geti umönnunaraðilar óskað eftir aðstoð félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Hulda Björk Svansdóttir - 28.05.2021

Sem foreldri langveiks barns sýnist mér verið að flækja málin enn frekar fyrir okkur foreldra. Það eru þá fleiri flokkar sem þarf að sækja um eða hvað? Einnig vantar algerlega ákvæði þarna inn að mínu mati um að afnema þá kröfu að foreldrar þurfi að sanna á nokkurra ára fresti að börnin þeirra séu enn með ólæknandi sjúkdóma til dæmis, það er algerlega ótækt. Ég get ekki séð að þetta frumvarp sé til bóta fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra. Það mætti líka setja inn ákvæði um að foreldrar þyrftu ekki að standa í þessu ferli sem umsóknir um sjálfsögð réttindi eru. Foreldrar hafa nóg á sinni könnu og þurfa einmitt aðstoð við svona réttindamál. Foreldrar ættu ekki að þurfa að sækja um svona hluti, allar umsóknir er varða réttindi og umönnun barnsins ætti heilbrigðiskerfið að sjá um, annaðhvort læknir barnsins eða eins og áður sagði Greiningarstöðinni.

Með vinsemd og virðingu

Hulda Björk

Afrita slóð á umsögn

#2 Landssamtökin Þroskahjálp - 04.06.2021

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Umhyggja - félag langveikra barna - 04.06.2021

Meðfylgjandi er umsögn frá Umhyggju - félagi langveikra barna vegna frumvarps til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra og fatlaðra barna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Alþýðusamband Íslands - 04.06.2021

Meðfylgjandi er umsögn ASÍ

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Barnaheill - Save the Children á Íslandi - 04.06.2021

Umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um drög að frumvarpi til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra barna og fatlaðra barna

Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka fyrir boð um að senda inn athugasemdir við ofangreint mál.

Samtökin fagna því að til stendur að festa í lög heimild til umönnunargreiðslna til foreldra langveikra og fatlaðra barna og styðja við að málið nái fram að ganga. Það hefur verið mikil þörf á að jafna rétt barna til umönnunar foreldra sinna þar sem réttur foreldra til slíkra greiðsla hefur verið bundinn við rétt þeirra til greiðslna hjá stéttarfélögum. Því er málið kærkomið og tímabært.

Barnaheill hvetja til þess að framkvæmd á lögunum verði höfð einföld í sniðum þannig að foreldrum reynist auðvelt að sækja um greiðslur og fái upplýsingar sem þau þurfa að frumkvæði stjórnvalda.

Barnaheill hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi og leggja áherslu á rétt barna til jafnra tækifæra og rétt þeirra til að vera ekki mismunað, m.a. á grundvelli stöðu foreldra.

Afrita slóð á umsögn

#6 Ingólfur Gíslason - 04.06.2021

Hér kemur umsögn PKU-félagsins á Íslandi um frumvarp um umönnunargreiðslur.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Soffía Lárusdóttir - 04.06.2021

Meðfylgjandi er umsögn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar um mál nr. 117/2021.

Með kveðju,

Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Guðrún Helga Harðardóttir - 04.06.2021

Umsögn Einstakra barna - Stuðningsfélags í viðhengi

Viðhengi