Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.5.–4.6.2021

2

Í vinnslu

  • 5.6.2021–22.8.2022

3

Samráði lokið

  • 23.8.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-118/2021

Birt: 21.5.2021

Fjöldi umsagna: 9

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Drög að frumvarpi til laga um sorgarleyfi

Niðurstöður

Drög að frumvarpinu voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda frá og með 21. maí 2021 og var veittur frestur til og með 4. júní 2021 til að veita umsagnir um frumvarpið (mál nr. S-118/2021). Alls bárust níu umsagnir um frumvarpið með framangreindum hætti og var litið til þeirra við endanlegan frágang frumvarpsins eftir því sem unnt þótti. Máli þessu lauk með framlagningu frumvarps á 152. löggjafarþingi, þar sem það var samþykkt.

Málsefni

Félagsmálaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um sorgarleyfi.

Nánari upplýsingar

Meginefni frumvarpsins er að tryggja foreldrum á innlendum vinnumarkaði, sem verða fyrir barnsmissi, sorgarleyfi í allt að sex mánuði sem og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á umræddu tímabili í tengslum við fjarveru frá vinnumarkaði í kjölfar barnsmissis.

Meginefni frumvarpsins er jafnframt að tryggja foreldrum utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli, þar á meðal námsmönnum, sorgarstyrk verði þeir fyrir barnsmissi.

Í samræmi við markmið frumvarpsins er hugtakið foreldri skýrt með rýmri hætti í frumvarpinu en samkvæmt almennri málvenju og samkvæmt því sem almennt gerist í löggjöf hér á landi. Með frumvarpi þessu er leitast við að viðurkenna áhrif sorgar vegna barnsmissis á barnafjölskylduna í heild.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar

frn@frn.is