Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.5.–15.6.2021

2

Í vinnslu

  • 16.6.–30.11.2021

3

Samráði lokið

  • 1.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-119/2021

Birt: 21.5.2021

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Drög að reglugerð um réttindi til að stjórna vinnuvélum

Niðurstöður

Félagsmálaráðuneytið hefur undanfarið farið yfir þær umsagnir sem því barst. Er sú vinna enn yfirstandandi og verður ákvörðun tekin um næstu skref að þeirri vinnu lokinni.

Málsefni

Félagsmálaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um réttindi til að stjórna vinnuvélum.

Nánari upplýsingar

Félagsmálaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um réttindi til að stjórna vinnuvélum sem hefur stoð í 3. mgr. 3. gr., 38. gr., 40. gr. og 3. mgr. 49. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum. Með drögunum er ráðist í heildarendurskoðun á núgildandi reglum nr. 198/1983 um réttindi til að stjórna vinnuvélum.

Á síðustu tveimur áratugum hefur fjöldi vinnuvéla á Íslandi tvöfaldast og samhliða því hefur fjölbreytni slíkra véla jafnframt aukist. Ljóst er að í takt við þróun og breytingar á vinnuvélum sem og breytingar í atvinnulífinu er mikilvægt að reglur um réttindi til að stjórna vinnuvélum séu endurskoðaðar með reglulegum hætti.

Í reglugerðardrögunum eru lagðar til ýmsar efnislegar breytingar á núgildandi reglum um réttindi til að stjórna vinnuvélum. Helstu efnislegu breytingar frá núgildandi reglum varða nýtt fyrirkomulag vinnuvélanámskeiða og fjölgun á réttindaflokkum vinnuvéla.

Óskað er eftir því að athugasemdir um reglugerðardrögin berist eigi síðar en 15. júní 2021.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar

frn@frn.is