Samráð fyrirhugað 21.05.2021—15.06.2021
Til umsagnar 21.05.2021—15.06.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 15.06.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um réttindi til að stjórna vinnuvélum

Mál nr. 119/2021 Birt: 21.05.2021
  • Félagsmálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (21.05.2021–15.06.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Félagsmálaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um réttindi til að stjórna vinnuvélum.

Félagsmálaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um réttindi til að stjórna vinnuvélum sem hefur stoð í 3. mgr. 3. gr., 38. gr., 40. gr. og 3. mgr. 49. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum. Með drögunum er ráðist í heildarendurskoðun á núgildandi reglum nr. 198/1983 um réttindi til að stjórna vinnuvélum.

Á síðustu tveimur áratugum hefur fjöldi vinnuvéla á Íslandi tvöfaldast og samhliða því hefur fjölbreytni slíkra véla jafnframt aukist. Ljóst er að í takt við þróun og breytingar á vinnuvélum sem og breytingar í atvinnulífinu er mikilvægt að reglur um réttindi til að stjórna vinnuvélum séu endurskoðaðar með reglulegum hætti.

Í reglugerðardrögunum eru lagðar til ýmsar efnislegar breytingar á núgildandi reglum um réttindi til að stjórna vinnuvélum. Helstu efnislegu breytingar frá núgildandi reglum varða nýtt fyrirkomulag vinnuvélanámskeiða og fjölgun á réttindaflokkum vinnuvéla.

Óskað er eftir því að athugasemdir um reglugerðardrögin berist eigi síðar en 15. júní 2021.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Halla Dóra Sigurgeirsdóttir - 15.06.2021

Sjá meðfylgjandi ábendingar við nýrri reglugerð frá Rio Tinto á Íslandi hf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Benedikt Sveinbj. Benediktsson - 15.06.2021

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að reglugerð um réttindi til að stjórna vinnuvélum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök iðnaðarins - 15.06.2021

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins og Félags vinnuvélaeigenda.

Viðhengi