Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.5.–14.6.2021

2

Í vinnslu

  • 15.6.–22.8.2021

3

Samráði lokið

  • 23.8.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-121/2021

Birt: 26.5.2021

Fjöldi umsagna: 10

Annað

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Drög að aðgerðaráætlun vegna stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna

Niðurstöður

Drög að aðgerðum vegna stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna fylgir í viðhengi.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til samráðs drög aðgerðaáætlun vegna tillögu Æskulýðsráðs að stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna. Stefnan hefur ekki verið formlega samþykkt af ráðherra. Umfang stefnumótunarinnar miðast við gildissvið æskulýðslaga nr. 70/2007.

Nánari upplýsingar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að aðgerðaáætlun vegna tillögu Æskulýðsráðs að stefnu í tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna. Stefnan hefur ekki verið formalega samþykkt af ráðherra. Gildistími stefnunnar verður til ársins 2030. Vakin er athygli á að um vinnuskjal er að ræða þar óskað er eftir athugasemdum fyrir áframhaldandi vinnu við aðgerðaáætlun. Þetta er liður í auknu samráði í vinnuferlinu þar sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft víðtæk áhrif á samráð við hagahafa.

Stefna um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna hefur nú þegar farið í gegnum samráðsgátt stjórnvalda og unnið hefur verið úr öllum þeim athugasemdum sem bárust. Það voru einkum fimm verkefni sem flestir umsagnaraðilar töldu brýnt að fara í.

- Ný lög um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna.

- Lagalegur rammi um tómstunda- og félagsstarf sveitarfélaga fyrir börn og ungmenni.

- Gæðaviðmið í skipulögðu tómstunda- og félagsstarfi.

- Ýmis miðlæg þjónusta og unnin verkefni fyrir alla lögaðila sem starfa í tómstunda- og félagsstarfi fyrir börn og ungmenni.

- Fleiri og fjölbreyttari sjóðir sem koma til móts við fjárþörf til tómstunda- og félagsstarfs.

Drög að aðgerðaáætlun er til samræmis við þær umsagnir sem bárust á stefnuna sjálfa og endurspeglar það sem ráðuneytið hyggst leggja áherslu á til að styðja við framkvæmd stefnu um félags- og tómstundastarf á næstu þremur árum. Með stefnu í skipulögðu tómstunda- og félagsstarfi er hægt að stuðla enn frekar að innleiðingu Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna og tilmæla Evrópuráðsins um gæða félags- og tómstundastarf. Um leið er sett framtíðarsýn fyrir málaflokkinn og forgagnsröðun verkefna. Með þátttöku í skipulögðu tómstunda- og félagsstarfi fá börn og ungmenni tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum, þroskast í öruggu umhverfi og um leið styðja við grunngildi þessi að búa í lýðræðislegu samfélagi.

Stefnt er að því að stefnan taki gildi um mitt ár 2021.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 7. júní 2021 í samráðsgátt

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

mrn@mrn.is