Samráð fyrirhugað 31.05.2021—30.06.2021
Til umsagnar 31.05.2021—30.06.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 30.06.2021
Niðurstöður birtar 24.11.2021

Drög að (1.) breytingu að reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja.

Mál nr. 123/2021 Birt: 31.05.2021 Síðast uppfært: 24.11.2021
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lyf og lækningavörur

Niðurstöður birtar

Unnið var úr þeim umsögnum sem bárust og reglugerðardrögin uppfærð með tilliti til þeirra. Reglugerð birt í Stjórnartíðindum.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 31.05.2021–30.06.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 24.11.2021.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð sem kveður m.a. á um skýrari reglur um umboð vegna afhendingar lyfja til þriðja aðila fyrir hönd annarra.

Á liðnu ári tók gildi breytt fyrirkomulag við afhendingu lyfja í apótekum með reglugerð nr. 740/2020, þar sem í fyrsta sinn var kveðið á um skyldu þess að vera með annað hvort skriflegt eða rafrænt umboð til að fá afhent lyf frá þriðja aðila. Í kjölfar breytingarinnar komu upp vandkvæði þar sem dæmi voru um að aðstandendur langveikra og fatlaðra einstaklinga sem ekki voru færir um að veita slíkt umboð áttu í erfiðleikum með að fá lyf þeirra afhent. Til að bregðast við þessu hófu embætti landlæknis, lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytið sameiginlega vinnu við að skýra ákvæði gildandi reglugerðar hvað þetta varðar og eru drög að þeim breytingum hér með birt í samráðsgátt.

Meginbreytingin felst í því að skilgreint er svokallað upplýsingaumboð ætlað þeim sem hvorki geta nálgast lyfin sín né veitt öðrum umboð til þess. Slíkt umboð skal veitt af sérfræðilæknum og embætti landlæknis sér til þess að umboðið birtist í lyfjaávísunargátt. Embættið skal jafnframt birta leiðbeiningar fyrir sérfræðilækna um skilyrði fyrir útgáfu upplýsingaumboða sem kveða nánar á um skilyrði þess að veita slík umboð, hvaða aðstandendur skuli fá slíka heimild og hver gildistíminn skuli vera. Þá er einnig kveðið á um að umboðshafi fái nauðsynlegan aðgang að upplýsingum um lyfjaávísanir viðkomandi sem geri honum kleift að ganga erinda hans.

Í reglugerðardrögunum er enn fremur settur skýrari rammi um aðgang að upplýsingum úr lyfjagagnagrunni og kveðið á um að skráning umboða skuli vera miðlæg í gagnagrunni embættis landlæknis. Jafnframt er 14. gr. reglugerðarinnar uppfærð í samræmi við ný lyfjalög nr. 100/2020.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Lyfja hf. - 14.06.2021

Meðfylgjandi er umsögn Lyfju hf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Guðný Rut Sigurjónsdóttir - 15.06.2021

Umboðslausn í Lyfju-Appinu

Vá hvað ég hef nýtt mér umboðslausnina mikið! Nokkrum sinnum hef ég pantað lyf í appinu og látið heimsenda fyrir mágkonu mína sem er á heimleið af spítala með stelpurnar sínar sem hafa verið veikar, hefur það verið kærkomið að geta farið beint heim og lyfin komið svo stuttu seinna! ekki er það verra þegar mömmu eða pabba, afa eða ömmu vantar alltíeinu lyf sem þau gleymdu að sækja, og ég get pantað þau og látið senda þeim því ég kemst ekki að sækja þau sjálf. Nú eða bara athuga fyrir þau sem öll eru tækniheft, hvort þau eigi gilda lyfseðla. ein mesta snilld sem ég veit!!

Afrita slóð á umsögn

#3 Elín María Guðbjargardóttir - 16.06.2021

Ég hef mjög góða reynslu af umboðslausninni í appi Lyfju. Ég er með umboð til þess að sjá lyfseðla og panta lyf fyrir meðal annars systkini og mömmu mína en það sem mér finnst best við lausnina er það að ég er með umboð fyrir ömmu og afa minn. Ég get því séð á örskömmum tíma hvort þau séu með lyfseðla inni, fylgst með því hvort að lyfin séu leyst út með reglulegu millibili og pantað lyfin og látið senda þau beint heim til þeirra. Þetta hentar einstaklega vel fyrir mig því þetta sparar gríðarlegan tíma og ferðir hingað og þangað um bæinn.

Afrita slóð á umsögn

#4 Viðskiptaráð Íslands - 21.06.2021

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands um málið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Félag atvinnurekenda - 25.06.2021

Meðfylgjandi er umsögn lyfsalahóps FA.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Landssamtökin Þroskahjálp - 28.06.2021

Umsögn í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Samtök atvinnulífsins - 29.06.2021

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Valur Þór Gunnarsson - 30.06.2021

Hjálögð er umsögn Taktikal

Viðhengi

#9 - 30.06.2021

Umsögn barst en birtist ekki í gáttinni samkvæmt beiðni sendanda. Upplýsingalög gilda, sjá nánar í Um samráðsgáttina

Afrita slóð á umsögn

#10 Benedikt Sveinbj. Benediktsson - 30.06.2021

Meðfylgjandi er umsögn Lyfsöluhóps SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að (1.) breytingu að reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Lyfjafræðingafélag Íslands - 30.06.2021

Hér í viðhengi er umsögn Lyfjafræðingafélag Íslands

f.h. LFÍ

Inga Lilý

Formaður LFÍ

Viðhengi