Samráð fyrirhugað 03.06.2021—13.06.2021
Til umsagnar 03.06.2021—13.06.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 13.06.2021
Niðurstöður birtar

Reglugerð um tímabundið bann við veiðum með fiskibotnvörpu út af Glettinganesi.

Mál nr. 124/2021 Birt: 03.06.2021 Síðast uppfært: 03.06.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (03.06.2021–13.06.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Umrædd tillaga að reglugerð um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á svæði út af Glettinganesi. Svæðið er milli 6 og 12 mílna frá viðmiðunarlínu, frá Glettinganesi norður að Fonti á Langanesi (Skápur). En þar er togskipum styttri en 29 m heimilaðar togveiðar allt árið inn að 6 mílum.

Umrædd tillaga að reglugerð um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á svæði út af Glettinganesi er komin frá heimamönnum á Borgarfirði eystri. Svæðið er milli 6 og 12 mílna frá viðmiðunarlínu, frá Glettinganesi norður að Fonti á Langanesi (Skápur). En þar er togskipum styttri en 29 m heimilaðar togveiðar allt árið inn að 6 mílum.

Nú sé staðan sú að á hverju hausti fyllist svæðið af togurum, sem séu að veiðum þar allt fram í janúar. Þetta sé „eitt örfárra svæða á landinu þar sem togarar mega veiða svo grunnt á hörðum botni allt árið.“

Tillaga þeirra er „að skápurinn verði minnkaður um 10-15% í suður enda hans til að forsendur verði fyrir smábátaútgerð á Borgarfirði á þessum tíma og aðkomubátar haldi áfram að koma. Tímabundin lokun myndi duga frá júlíbyrjun til desemberloka ár hvert. Lokun á suðurenda skápsins er eitthvað sem verður að gerast. Hún er réttlætanleg út frá byggðasjónarmiðum sem og náttúrusjónarmiðum.

Við vinnslu reglugerðardraganna var byggt á athugun Fiskistofu á umfangi veiða með fiskibotnvörpu á umræddu svæði tímabilið 1. júlí til 31. des. árin 2017 til 2020.

Í ljósi fyrirliggjandi gagna frá Fiskistofu af leiðarlínum (tracki) og úr afladagbók togskipa er það mat ráðuneytisins að málið snúist í hnotskurn um umferðastjórnun á miðunum, þ.e. hvort ekki sé réttast að verða við þeim óskum sem fram koma í erindi heimamanna á Borgarfirði eystra og þannig verði útgerðum minni báta frá norðanverðum Austfjörðum gert kleift að stunda veiðar með arðbærari hætti en ella. Slík reglugerð myndi fyrst og fremst hafa áhrif á þá togbáta sem sótt hafa svæðið að meðaltali í tvo til níu daga á umræddu sex mánaða tímabili á hverju ári.

Tillaga að hólfi (8 hnit).

1. 65°45,18´N - 13°47,06´V

2. 65°45,18´N - 13°28,27´V

3. 65°40,32´N - 13°17,92´V

4. 65°34,84´N - 13°08,97´V

5. 65°30,66´N - 13°07,82´V

6. 65°30,66´N - 13°22,05´V

7. 65°32,75´N - 13°22,62´V

8. 65°36,75´N - 13°29,14´V

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Eyþór Stefánsson - 11.06.2021

Meðfylgjandi er umsögn heimastjórnar Borgarfjarðar um lokun skápsins.

Fyrir hönd heimastjórnar

Eyþór Stefánsson, formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) - 11.06.2021

Meðfylgjandi er umsögn SFS

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Alda Marín Kristinsdóttir - 13.06.2021

Meðfylgjandi er umsögn verkefnisstjóra Brothættra byggða á Borgarfirði eystra.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Ólafur Arnar Hallgrímsson - 13.06.2021

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið

Skúlagata 4

101 Reykjavík

Umsögn um drög að reglugerð um tímabundið bann við veiðum í fiskibotnvörpu útaf Glettingsnesi.

Undirritaður fagnar framkomnum reglugerðardrögum, um tímabundna lokun suður hluta „skápsins“

Samkvæmt aflatölum Fiskistofu er óverulegur afli togara á svæðinu, þó skráð aflamagn slagi hátt í heildarafla trillubáta sem róa frá Borgarfirði eystra hvert ár.

Undirritaður telur að almennt ástand á togslóð geti vart verið svo slæmt að tímabundinn lokun fyrir botntroll á óverulegum hluta „skápsins“ setji útgerð þeirra togskipa sem hafa stundað veiðar á veiðislóð trillubáta í vanda.

Einnig skal á það bent að fiskur fæst ekki á króka á Héraðsflóa norðan Borgarfjarðar vegna framburðar jökulvatna er þar ekki botn fiskur, í veiðanlegu magni á króka . Þannig að veiðisvæði heimamanna er einungis útaf firðinum og til suðurs í átt að Glettingsnesi.

Undirritaður leggur til eina breytingu á reglugerðardrögunum í fyrstu setningu 1.gr. reglugerðarinnar þar sem nú stendur:

Frá og með 1. júlí 2021 til og með 31. desember 2021“ Verði breytt svo þar standi: „Frá og með 1. júlí til og með 31. desember ár hvert“

Undirritaður er trillukarl og fulltrúi í heimastjórn Borgarfjarðar.

Ólafur Hallgrímsson

Afrita slóð á umsögn

#5 Kári Borgar Ásgrímsson - 13.06.2021

Umsögn um reglugerð.

Við undirritaðir fögnum því að loksins virðast Borgfirðingar hafa náð eyrum ráðamanna og stefnir í að “skápnum“ verði lokað að hluta.

En það er þetta með “tímabundið “ sem hræðir okkur. Að sjálfsögðu á þetta svæði alltaf að vera lokað togskipum! Á sínum tíma var þetta svæði opnað fyrir 2 lítil togskip sem gerð voru út á þessu svæði, þ.e.a.s. Eyvindur Vopni á Vopnafirði og Otto Wathne frá Seyðisfirði, þeir voru báðir seldir í burtu á síðustu öld. Þeir togarar sem nú leita inn á svæðið hafa margfalda toggetu m.v. Eyvind og Otto og var þetta svæði aldrei hugsað fyrir svo öfluga togara. Þegar togararnir hafa farið yfir svæðið er engan afla að hafa á handfæri og línu svo dögum skiptir. Það hefur valdið því að smábátarnir þurfa að dugga út fyrir togarana allt að 30 til 50 mílur til að eygja von um afla. Það gerir sjósókn erfiðari á tímum þegar veður eru auk þess válynd.

Það er því ósk okkar, (og ætti að vera tímabært) að skápnum verði lokað fyrir togveiðum allt árið til frambúðar. Við leggjum því til að gerð verði breyting á reglugerðinni, þar sem segir “frá og með 1. júlí 2021 til og með 31. desember 2021 eru allar veiðar með fiskibotnvörpu bannaðar” o.s.frv. Reglugerðin væri mun betri og markvissari ef felldur væri út hluti, þannig að eftir stæði: “Frá og með 1. júlí 2021 eru allar veiðar með fiskibotnvörpu bannaðar” o.s.frv.

Undirritaðir hafa stundað línu og handfæraveiðar frá Borgarfirði eystri áratugum saman.

Virðingarfyllst:

Kári Borgar Ásgrímsson útgerðarmaður

Karl Sveinsson útgerðarmaður og fiskverkandi.

Afrita slóð á umsögn

#6 Örn Pálsson - 13.06.2021

Umsögn frá Landssambandi smábátaeigenda

Viðhengi