Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–13.6.2021

2

Í vinnslu

  • 14.6.–19.9.2021

3

Samráði lokið

  • 20.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-124/2021

Birt: 3.6.2021

Fjöldi umsagna: 6

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Reglugerð um tímabundið bann við veiðum með fiskibotnvörpu út af Glettinganesi.

Niðurstöður

Alls bárust 6 umsagnir um reglugerðina. Farið var efnislega yfir þær athugasemdir sem fram komu í umsögnum og í framhaldinu var reglugerð undirrituð og birt í Stjórnartíðindum.

Málsefni

Umrædd tillaga að reglugerð um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á svæði út af Glettinganesi. Svæðið er milli 6 og 12 mílna frá viðmiðunarlínu, frá Glettinganesi norður að Fonti á Langanesi (Skápur). En þar er togskipum styttri en 29 m heimilaðar togveiðar allt árið inn að 6 mílum.

Nánari upplýsingar

Umrædd tillaga að reglugerð um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á svæði út af Glettinganesi er komin frá heimamönnum á Borgarfirði eystri. Svæðið er milli 6 og 12 mílna frá viðmiðunarlínu, frá Glettinganesi norður að Fonti á Langanesi (Skápur). En þar er togskipum styttri en 29 m heimilaðar togveiðar allt árið inn að 6 mílum.

Nú sé staðan sú að á hverju hausti fyllist svæðið af togurum, sem séu að veiðum þar allt fram í janúar. Þetta sé „eitt örfárra svæða á landinu þar sem togarar mega veiða svo grunnt á hörðum botni allt árið.“

Tillaga þeirra er „að skápurinn verði minnkaður um 10-15% í suður enda hans til að forsendur verði fyrir smábátaútgerð á Borgarfirði á þessum tíma og aðkomubátar haldi áfram að koma. Tímabundin lokun myndi duga frá júlíbyrjun til desemberloka ár hvert. Lokun á suðurenda skápsins er eitthvað sem verður að gerast. Hún er réttlætanleg út frá byggðasjónarmiðum sem og náttúrusjónarmiðum.

Við vinnslu reglugerðardraganna var byggt á athugun Fiskistofu á umfangi veiða með fiskibotnvörpu á umræddu svæði tímabilið 1. júlí til 31. des. árin 2017 til 2020.

Í ljósi fyrirliggjandi gagna frá Fiskistofu af leiðarlínum (tracki) og úr afladagbók togskipa er það mat ráðuneytisins að málið snúist í hnotskurn um umferðastjórnun á miðunum, þ.e. hvort ekki sé réttast að verða við þeim óskum sem fram koma í erindi heimamanna á Borgarfirði eystra og þannig verði útgerðum minni báta frá norðanverðum Austfjörðum gert kleift að stunda veiðar með arðbærari hætti en ella. Slík reglugerð myndi fyrst og fremst hafa áhrif á þá togbáta sem sótt hafa svæðið að meðaltali í tvo til níu daga á umræddu sex mánaða tímabili á hverju ári.

Tillaga að hólfi (8 hnit).

1. 65°45,18´N - 13°47,06´V

2. 65°45,18´N - 13°28,27´V

3. 65°40,32´N - 13°17,92´V

4. 65°34,84´N - 13°08,97´V

5. 65°30,66´N - 13°07,82´V

6. 65°30,66´N - 13°22,05´V

7. 65°32,75´N - 13°22,62´V

8. 65°36,75´N - 13°29,14´V

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is