Samráð fyrirhugað 04.06.2021—18.06.2021
Til umsagnar 04.06.2021—18.06.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 18.06.2021
Niðurstöður birtar

Reglugerð um 1. breytingu nr. 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár

Mál nr. 125/2021 Birt: 04.06.2021 Síðast uppfært: 07.06.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (04.06.2021–18.06.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Breyting er gerð varðandi kröfur til húsnæðis fyrir geitur auk þess sem nú er gerð krafa um að húsnæði sé í aðgengilegri fjarlægð fyrir sauðfé og geitfé., og eigendur sauðfjár og geita að geti sýnt fram á að þeir geti hýst öll sín dýr með skömmum fyrirvara ef veður verða válynd. Breytingin varðar dýravelferðarsjónarmið

Með þessari breytingu er hnykkt á þeirri skyldu að bændur skuli geta hýst sauðfé og geitur sem þeir halda og sérstaklega tiltekið að það skuli vera í aðgengilegri fjarlægð fyrir vetrarfóðraðar kindur. Einnig er leiðrétt tilvísun varðandi 4. mgr. 14. gr. um gólfgerðir, þannig að hún vísi einungis til þeirrar greinar en ekki 5. mgr. 14. gr. um aðrar innréttingar sem aldrei var ætlunin. Breytingarnar eru nauðsynlegar til að skýra vafaatriði er varða velferð þessara dýra. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 55/2013, um velferð dýra og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum.