Samráð fyrirhugað 07.06.2021—21.06.2021
Til umsagnar 07.06.2021—21.06.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 21.06.2021
Niðurstöður birtar

Drög að breytingareglugerð vegna 1. breytingar á reglugerðar nr. 1065/2014, um velferð nautagripa,

Mál nr. 126/2021 Birt: 07.06.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (07.06.2021–21.06.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Drög að breytingareglugerð vegna 1. br. á rgl. nr. 1065/2014, um velferð nautagripa, auk breytinga á viðauka I og II við hana. Tillögurnar eru byggðar á reynslu af framkvæmd eftirlits Matvælastofnunar og bænda sem starfa á grundvelli reglugerðarinnar.

Matvælastofnun hefur óskað eftir því að gerðar verði breytingar á núgildandi reglugerð nr. 1065/2014, um velferð nautgripa, sem sett er með stoð í lögum nr. 55/2013, um velferð dýra. Núgildandi reglugerð byggir á tillögum starfshóps sem skipaður var fulltrúum frá Bændasamtökum Íslands, Dýraverndarsambandi Íslands og Matvælastofnun. Tillögurnar eru byggðar á reynslu af framkvæmd eftirlits Matvælastofnunar og bænda sem starfa á grundvelli reglugerðarinnar.

Helstu breytingar sem lagðar eru til á gildandi regluverki lúta að bættri aðstöðu fyrir nautgripi og skýrara orðalagi ákvæða reglugerðarinnar.

Fella brott þá skyldu að í fjósum sem byggð eru fyrir gildistöku reglugerðarinnar skuli vera burðarstía. Að mati Matvælastofnunar er ekki þörf á að í slíkum fjósum sé burðarstía þar sem kýrnar beri á básunum.

Hins vegar er lagt til að skylt verði að hafa burðarstíu í lausagöngufjósum sem byggð voru fyrir gildistöku reglugerðarinnar. Það er lagt til í því skyni að skýra nánar hvaða fjós eru undanskilin frá þeirri skyldu að hafa burðarstíu. Í fyrri reglugerð frá árinu 2002 var krafa um burðarstíu í lausagöngufjósum. Matvælastofnun mat það svo að ekki væri ásættanlegt að lausagöngufjós byggð fyrir gildistöku þeirrar reglugerðar hafi ekki burðarstíu. Því er lagt til að öll lausagöngufjós sem byggð eru fyrir gildistöku reglugerðarinnar hafi frest til ársloka 2034 til að uppfylla skilyrði um legubása. Þetta er hugsað sem aðlögunartími fyrir eldri lausagöngufjós.

Að auki þá eru ýmis ákvæði uppfærð og skýrð, s.s. básalengdir, fóðurgangur, brynning, legusvæði, skilgreining á skýli og hvaða gripum er skylt að halda til beitar. Þá eru augljóst misvísandi orðalag í upphaflegu reglugerðinni lagfært, m.a. um millibil ofl. Þá er einnig sett inn ákvæði um 10 % sveigjanleika frá stærðum til að hægt sé að aðlaga eldri fjós að reglugerðinni, þ.e. að nýta húsakost. Breytingar sem lúta að kröfum um burðarstíur og lausagöngufjós kunna að leiða til kostnaðarauka fyrir bændur en þar er gefinn 13 ára aðlögunartími.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landssamband kúabænda - 21.06.2021

Meðfylgjandi er umsögn Landssambands kúabænda

Viðhengi