Samráð fyrirhugað 08.06.2021—22.06.2021
Til umsagnar 08.06.2021—22.06.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 22.06.2021
Niðurstöður birtar

Reglugerð um sameiningu annars vegar heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar við Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði og hins vegar sameiningu heilbrigðiseftirlits Kjósahrepps við Vesturla

Mál nr. 127/2021 Birt: 08.06.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 08.06.2021–22.06.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Sameining heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar við Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði og heilbrigðiseftirlits Kjósarhrepps við Vesturlandssvæði

Drög að reglugerð um sameiningu annars vegar heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar við Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði og hins vegar sameiningu heilbrigðiseftirlits Kjósarhrepps við Vesturlandssvæði.

Mosfellsbær og Seltjarnarnessbæ hafa farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðunytið að Heilbrigðiseftirlitssvæði Kjósarsvæðis verði lagt niður og að heilbrigðiseftirlit umræddra sveitarfélaga sameinist eftirlitssvæði Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Auk Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar er Kjósarhreppur hluti af Heilbrigðiseftirlitssvæði Kjósarsvæðis.

Ráðherra getur skv. 3. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998, að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar, kveðið á um sameiningu heilbrigðiseftirlitssvæða í reglugerð.

Í tilefni af framangreindu óskaði ráðuneytið eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis og Umhverfisstofnunar um erindin og upplýsti Samband íslenskra sveitarfélaga um málið.

Garðabær, Kópavogsbær og Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær hafa hafið undirbúning að því að Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær bætist við heilbrigðiseftirlitssvæði Hafnarfjarðar- og Kópavogs. Jafnframt hafa sveitarfélögin á Vesturlandi og Kjósarhreppur hafið undirbúning um að Kjósarhreppur bætist við heilbrigðiseftirlitssvæði Vesturlands.

Drög að reglugerð um sameiningu eftirlitssvæða á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir gerir ráð fyrir sameiningu heilbrigðiseftirlits í samræmi við framangreint og grundvallar hún á 2. og 9. töluliðum 2. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Gert er ráð fyrir að sameiningu verði lokið fyrir 1. september nk.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.