Samráð fyrirhugað 08.06.2021—22.06.2021
Til umsagnar 08.06.2021—22.06.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 22.06.2021
Niðurstöður birtar

Skýrsla starfshóps um langvinna verki

Mál nr. 128/2021 Birt: 08.06.2021 Síðast uppfært: 15.06.2021
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 08.06.2021–22.06.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Skýrsla þessi er samin af starfshópi sem heilbrigðisráðherra skipaði í nóvember 2020 til að afla upplýsinga um fjölda, aldur og kyn þeirra sem eiga við langvinna verki að stríða, kortleggja þær meðferðir sem standa til boða og hvar slík meðferð er veitt. Auk þess að gera tillögur að úrbótum og aukinni þjónustu við þennan sjúklingahóp.

Langvinnir verkir eru skilgreindir sem verkir sem hafa varað í a.m.k. 3 mánuði eða lengur. Almennt er talið að fimmti hver fullorðinn glími við langvinna verki, oftast í stoðkerfi. Stoðkerfissjúkdómar eru mjög algeng orsök örorku á Íslandi. Flestir sem leita aðstoðar vegna langvinna verkja leita fyrst til heilsugæslu. Aðgengi að fjölþátta endurhæfingu og sérhæfðri verkjameðferð hefur verið takmarkað og biðlistar langir. Stór hluti einstaklinga með langvinna verki eru með verki á óljósum toga og þá þarf meðferðin að vera heildræn.

Þegar kemur að leiðum til úrbóta ber fyrst að nefna að gera þarf verulegt átak í að fræða bæði almenning og heilbrigðisstarfsmenn um langvinn verkjavandamál. Sama gildir um viðhorf til sterkra verkjalyfa (ópíóða)

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.