Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–28.6.2021

2

Í vinnslu

  • 29.6.2021–22.1.2023

3

Samráði lokið

  • 23.1.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-128/2021

Birt: 8.6.2021

Fjöldi umsagna: 5

Annað

Heilbrigðisráðuneytið

Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta

Skýrsla starfshóps um langvinna verki

Niðurstöður

Allar athugasemdir voru teknar til skoðunar og mat lagt á þær allar. Máli lokið með að uppfæra samþykkta og birta aðgerðaáætlun um heilbrigðistengda endurhæfingu.

Málsefni

Skýrsla þessi er samin af starfshópi sem heilbrigðisráðherra skipaði í nóvember 2020 til að afla upplýsinga um fjölda, aldur og kyn þeirra sem eiga við langvinna verki að stríða, kortleggja þær meðferðir sem standa til boða og hvar slík meðferð er veitt. Auk þess að gera tillögur að úrbótum og aukinni þjónustu við þennan sjúklingahóp.

Nánari upplýsingar

Langvinnir verkir eru skilgreindir sem verkir sem hafa varað í a.m.k. 3 mánuði eða lengur. Almennt er talið að fimmti hver fullorðinn glími við langvinna verki, oftast í stoðkerfi. Stoðkerfissjúkdómar eru mjög algeng orsök örorku á Íslandi. Flestir sem leita aðstoðar vegna langvinna verkja leita fyrst til heilsugæslu. Aðgengi að fjölþátta endurhæfingu og sérhæfðri verkjameðferð hefur verið takmarkað og biðlistar langir. Stór hluti einstaklinga með langvinna verki eru með verki á óljósum toga og þá þarf meðferðin að vera heildræn.

Þegar kemur að leiðum til úrbóta ber fyrst að nefna að gera þarf verulegt átak í að fræða bæði almenning og heilbrigðisstarfsmenn um langvinn verkjavandamál. Sama gildir um viðhorf til sterkra verkjalyfa (ópíóða)

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Hrafnhildur Ýr Erlendsdóttir

hrn@hrn.is