Á grundvelli umsagna í samráðsgátt var gengið frá uppfærðri hvítbók sem og fyrstu stefnu íslenskra stjórnvalda um aðlögun að loftslags-breytingum, Í ljósi loftslagsvár. Sjá meðfylgjandi niðurstöðuskjal og frétt á síðu ráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/10/Stefna-um-adlogun-samfelagsins-ad-ahrifum-loftslagsbreytinga-gefin-ut/
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 09.06.2021–08.07.2021.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 25.11.2021.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birtir til umsagnar hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum sem unnin er af starfshóp sem ráðherra skipaði í desember 2020.
Hvítbókin inniheldur umfjöllun um aðlögun að loftslagsbreytingum og tillögu að grunngildum og grunnmarkmiðum stjórnvalda vegna hennar auk sértækra markmiða fyrir tiltekna málaflokka og samhæfingu aðlögunarvinnu.
Aðlögun að loftslagsbreytingum felur í sér aðgerðir sem snúa að því að auka viðnámsþrótt samfélagsins gagnvart áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Slíkar aðlögunaraðgerðir geta haft samlegð með öðrum loftslagsaðgerðum sem miða að því að auka kolefnisbindingu eða samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda en hafa það ekki að meginmarkmiði.
Í 5. gr. a laga um loftslagsmál nr. 70/2012 segir að ráðherra láti vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum og setji reglugerð um gerð og eftirfylgni hennar. Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum er undanfari stefnu sem verður grundvöllur þeirrar áætlanagerðar sem mælt er fyrir í lögum.
Athyglinni er fyrst beint að viðfangsefninu aðlögun að loftslagsbreytingum, áhrifum þeirra og þeirri náttúruvá sem þeim fylgja. Þá er fjallað um mismunandi þætti samfélagsins þar sem aðlögunar kann að vera þörf: skipulag, vatn og fráveitur, orkumál, samgöngur, atvinnuvegi, þjóðarhag, lýðheilsu og félagslega innviði. Að lokum er farið yfir núverandi stofnanagerð, samþættingu aðlögunarvinnu og næstu skref.
Aðlögun er mjög víðfeðmt viðfangsefni og kaflaskiptingin endurspeglar hvorki tæmandi lista atriðaflokka sem tengjast aðlögun né nákvæma fyrirmynd að skiptingu flokka við áætlanagerð. Nefna má þætti líkt og tegundir aðlögunaraðgerða (t.d. náttúrumiðaðar lausnir), málaflokka (t.d. mannvirkjagerð og sveitarstjórnarmál) og áhrifaþætti (t.d. aukna úrkomuákefð) sem skjóta upp kollinum þvert á kafla þó að tilefni gæti verið til að skoða þá sérstaklega á síðari stigum líkt og við áætlanagerð.
Aðgerðir til aðlögunar að loftslagsbreytingum, líkt og mótvægisaðgerðir vegna losunar, verða til í gegnum margþætt ferli rannsókna, vöktunar, greiningar, stjórnsýslu, ákvarðanatöku, útfærslu, framkvæmda, stöðutöku og endurmats.
Ákvarðanataka og aðgerðir eiga að byggja á bestu fáanlegu vísindalegu upplýsingum og fela í sér að tekið sé tillit til áhættumats og viðmiða um ásættanlega áhættu fyrir samfélag og lífríki frammi fyrir loftslagsbreytingum.
Mikilvægt er að samhæfa skilning hinna ýmsu aðila sem koma að aðlögunarvinnu á markmiðum aðlögunar og samhliða því tryggja aðkomu almennings og félagasamtaka og eflingu nærsamfélags við skipulag, skilgreiningu og framkvæmd aðgerða.
Til að aðlagast afleiðingum af auknu CO2.
Setja kolefnisspor á vöru og þjónustu. Það er sjálfsagt mál að vita kolefnisspor á því sem notað er eins og að vita innihald vöru. Það er ekki sjálfsagt að sýra sjó eða breyta veðráttu með notkun á vörum eða þjónustu. Verðlagning þarf að vera í samræmi við kolefnissporið. Hér er verið að tala um að fara úr hagkerfi sem hvetur til losunar og í hagkerfi sem letur til losunar.
Til að aðlagast að súrari sjó og heitari, hamfaraveðráttu og útdauða tegunda vegna losunar koltvísýrings þarf að fræða og upplýsa. Skólakerfið og verkefni nemenda þurfa að snúast um að minnka losun og binda koltvísýring. Þá er átt við leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.
Framleiðendur vöru og þjónustu, stjórnendur og stjórnmálamenn sem ekki geta aðlagast af breyttum veruleika, þurfa að stíga til hliðar fyrir þeim sem treysta sér að gera betur í að minnka kolefnissporið.
Mörg ný störf skapast við umskiptin.
Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.
ViðhengiMeðfylgjandi er uppfærð umsögn Verkfræðingafélags Íslands með minni háttar breytingum frá fyrri umsögn.
ViðhengiUmsögn Landsnets hf. um Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum (mál nr. 129/2021), dags. 29. júní 2021
ViðhengiLegg til eftirfarandi viðbætur:
Neðst í kafla 9.3 komi ný mgr. svohljóðandi:
Þau atriði sem hér eru nefnd, svo sem aukin tíðni skaða af völdum öfga í veðri, sjúkdóma eða annarra skaðvalda eiga ekki síður við um skógrækt en um annan landbúnað. Ætla má að tíðni stormfalls aukist og að nýjar tegundir sem valda skaða í skógrækt, þ.e. skordýr og sveppir, berist með aukinni tíðni og breiðist út. Svo gæti farið að skipta þurfi út sumum trjátegundum og innleiða ræktun annarra. Rússalerki verður líklega ekki lengur nothæft á láglendi eftir því sem vetrarhlýindi aukast, svo dæmi sé nefnt.
Undir markmiðum þar fyrir neðan (bls. 44) er lagt til að feitletraða setningin verði:
Gera þarf heildstætt mat á áhrifum loftslagsbreytinga á íslenskan landbúnað og skógrækt.
Virðingarfyllst
Þröstur Eysteinsson
Skógræktarstjóri
Meðfylgjandi er umsögn Matís ohf. um Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
f.h. sambandsins
Valgerður Rún Benediktsdóttir
ViðhengiUmsögn Sigurpáls Ingibergssonar um Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum.
Stjórnvöld þurfa að skipuleggja Ísland fyrir skógrækt og ryðja hindrunum úr vegi. Allt miðar þetta að því að koma fyrir lagalegar þrætur í framtíðinni.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn f.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Félagsráðgjafafélags Íslands
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Umhverfisstofnunar.
ViðhengiUmsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum - drög að stefnu
Barnaheill – Save the Children á Íslandi telja mjög mikilvægt og fagna því að gera eigi stefnu um aðlögun að loftslagsbreytingum, óháð áætlun um kolefnisbindingu.
Samtökin vilja þó leggja áherslu á mikilvægi þess að koma í veg fyrir og draga úr loftslagsbreytingum og að gerðar séu ítarlegar áætlanir þar að lútandi. Ekki síst þarf að hraða orkuskiptum í samgöngum með uppbyggingu innviða svo að fjölskyldur sjái möguleika í breyttum samgöngumáta, að skipta út fjölskyldubílnum í rafbíl, fækka bílum á heimilum eða tileinka sér bíllausan lífsstíl. Slíkt hið sama gildir um aðra aðila samfélagsins eins og opinbera aðila, fyrirtæki og samtök.
Barnaheill vilja benda á að í starfshópi um aðlögun að loftslagsbreytingum er enginn aðili sem tengist menntamálum, heilbrigðismálum eða velferðarmálum, þrátt fyrir að ráðuneyti þeirra málaflokka séu talin gegna ríku hlutverki þegar kemur að aðlögun gegn loftslagsbreytingum. Samtökin leggja til að úr þessu verði bætt. Jafnframt að samráð verði haft við fleiri aðila og fjölbreyttari svið samfélagsins en nú hefur verið gert. Þar má nefna aðila frá frjálsum félagasamtökum og börn og ungmenni. Í raun ætti fulltrúi barna og ungmenna að vera í starfshópnum. Ekki síst er þetta mikilvægt út frá 12. grein Barnasáttmálans og 7. grein Parisarsamningsins um aðlögunarhæfni. Þar segir að taka skuli tillit til kynjasjónarmiða, áætlunin skuli byggjast á þátttöku, vera gagnsæ og taka tillit til viðkvæmra hópa. Þátttaka barna og ungmenna í stefnumótun er mikilvæg. Þó ber að fagna að ekki hallar á konur í hlutfalli þeirra sem eru fulltrúar í hópnum.
Mikilvægt er að í áætlunum sé félagslegs réttlætis gætt og jöfnuðar. Loftslagsbreytingar mega aldrei auka á misskiptingu. Samtökin taka því undir tillögur að grunngildum aðlögunarstefnu, þar sem m.a er kveðið á um að tekið skuli mið af verstu þróun og félagslegum áhrifum loftslagsbreytinga, sérstaklega fyrir hópa fólks sem eru viðkvæmir fyrir og tengslum loftslagsvár við félagslegt réttlæti. Því er gríðarlega mikilvægt að fólk sem hefur þekkingu á þessum málefnum og hefur reynslu af þeim séu fulltrúar í umræddum starfshópi.
Barnaheill fagna því að lýðheilsumarkmið séu hluti af áætluninni. Þó vilja samtökin nefna að sérstaklega þarf að skoða áhrif loftslagsbreytinga á lýðheilsu barna, aðstæður í lífi þeirra og leik og fjárhagslega stöðu fjölskyldna þeirra. Þær ógnir sem steðja að sökum loftslagsbreytinga geta valdið kvíða og áhyggjum meðal barna.
Börn eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu, ekki síst þar sem þau eru að vaxa og þroskast. Öll neikvæð umhverfisáhrif hafa því sérstaklega og aukin slæm áhrif á börn. Huga þarf að slíku við skipulag og staðsetningu skóla, ekki síst leik– og grunnskóla. Tryggja þarf að skólar og önnur mannvirki og svæði ætluð börnum séu í heilnæmu umhverfi og hættulausu.
Hætta er á auknum ójöfnuði af völdum loftslagsbreytinga og viðkvæmir hópar eiga meira á hættu að verða fyrir skakkaföllum og heilsutjóni af margvíslegum ástæðum, ekki einungis vegna smit- eða öndunarfærasjúkdóma eins og tilgreint er. Þeir hafa t.a.m. minni tök á að bregðast við óvæntum áföllum s.s. sökum fjárhagslegrar stöðu. Eins og fram kemur í áætluninni eiga samfélög sem búa við efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og sterka samfélagslega innviði auðveldara með að verjast áföllum. Slíkt hið sama á við um fjölskyldur. Barnafjölskyldur á Íslandi hafa þunga framfærslu og hafa gjarnan ekki tök á að standa straum af óvæntum áföllum eða skakkaföllum. Því er mikilvægt að staða barnafjölskyldna sé sérstaklega skoðuð.
Þar sem aukinn flóttamannastraumur er ein afleiðing loftslagsbreytinga vilja Barnaheill að sérstaklega sé skoðuð staða barna á flótta og þær hættur og áskoranir sem þau standa frammi fyrir.
Til þess að auðvelda aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum er þekking og menntun lykilatriði. Menntakerfið þarf því að vera hluti af lausninni. Menntakerfið hefur til þessa ekki verið með heildstæða áætlun um fræðslu til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar, né að sjálfbær þróun hafi verið samþætt námi og kennslu á öllum skólastigum og öllum fræðigreinum. Mikilvægt er að bæta úr því samhliða fræðslu um aðlögun.
Þeir einstaklingar sem nú eru börn eru fyrsta kynslóðin sem elst upp við þennan nýja veruleika og þarf að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga á sínu æviskeiði öllu. Sérstaklega þarf að huga að velferð þessarar kynslóðar, menntun, líkamlegri og félagslegri heilsu og geðheilsu.
Barnaheill hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi og telja afar mikilvægt að við allar ákvarðanir sé hugað að bestu hagsmunum barna, ekki síst við stefnumótun í loftslagsmálum.
ViðhengiHjálögð er umsögn Samorku.
f.h. Samorku
Baldur Dýrfjörð lögfræðingur
ViðhengiÉg gat ekki lesið alla skýrsluna í tæka tíð, en hef skimað lauslega yfir hana.
Gagnlegt væri, að mínu mati, að íhuga og birta nokkrar sviðsmyndir og viðbrögð að þeim: 1,5C, 2,0C, 3,0C og 4,0 og hugsanlega fleiri í milli. Við sem veröld stefnum nú að þriggja gráðna hlýnun fyrir 2100, ef öll lönd framfylgja núverandi stefnum og við erum ekki óheppnir varðandi viðkvæmni loftslagsins við koltvísýring -- stuðullinn er metinn 3,0C en gæti verið 4,5C og samkvæmt "CAT thermometer" eru töluverðar líkur á að ná 3,9C: https://climateactiontracker.org/global/cat-thermometer/
https://climateactiontracker.org/media/original_images/2021/5/CAT-Thermometer-2021.05-3BarsText.png
Við höfum nú þégar náð 1,2C og með öðrum gögnum er hægt að lauslega reikna út að þar séu kannski 17% líkur á því að ná 3,0C skammt á eftir árinu 2050. Ólíklegt en ekki mjög.
Einnig væri gott að sjá meiri áherslu á fæðuöryggi og sviðsmyndir sem reikna með því að margir staðir þar sem megn matar er framleitt verði samstundis fyrir hamförum er eyðileggja framleiðslu (e. Multi-Breadbasket Failure), svo verði innflutningsraskanir.
Líka væri áhugavert að íhuga hvernig á að framleiða mat úr rafmagni, auðlind okkar sem er tiltölulega óháð loftslagi. Með gróðurhúsum, bláþörungum eða jafnvel með frumum sem éta vetni sem framleitt er með rafsundrun (þessi tækni er í þróun á Finnlandi, BNA og Bretlandi).
Umsögn Ungra umhverfissinna er í viðhengi.
ViðhengiUmsögn um drög að hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum
ViðhengiUmsögn um drög að hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum
ViðhengiUmsögn um drög að hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum
ViðhengiUmsögn um drög að hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum
Viðhengi