Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–19.2.2018

2

Í vinnslu

  • 20.2.–3.12.2018

3

Samráði lokið

  • 4.12.2018

Mál nr. S-3/2018

Birt: 2.2.2018

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Frumvarp til laga um sameiginlega umsýslu höfundarréttar

Niðurstöður

Samráði um áformaskjal lauk 19. febrúar 2018. Engar umsagnir bárust. Unnið er að frumvarpi og er stefnt að því að setja það í ytra samráð sem fyrst eftir áramót.

Málsefni

Tilgangur frumvarpsins er að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/26/ESB um sameiginlega umsýslu höfundaréttar og skyldra réttinda og leyfisveitingar yfir landamæri vegna netnotkunar á tónverkum á innri markaðnum.

Nánari upplýsingar

Markmið frumvarpsins er að bæta starfshætti rétthafasamtaka með því að setja samræmdar reglur um stjórnhætti, gagnsæi starfsreglna og fjármálaskipulag þeirra. Reglurnar eiga að tryggja viðeigandi þátttöku rétthafa í ákvarðanaferli rétthafasamtaka og upplýsingaflæði til rétthafa, annarra rétthafasamtaka, þjónustuveitenda og alls almennings. Þá eiga reglurnar að tryggja að umsýsla tekna sem rétthafasamtök innheimta fyrir hönd rétthafa sé í lagi. Með frumvarpinu er einnig stefnt að því að koma á samræmdum reglum um fjölþjóðleg leyfi sem veitt verða af rétthafasamtökum um afnot af tónlist á netinu í þeim tilgangi að tryggja aukið framboð slíkrar þjónustu

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

postur@mrn.is