Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–29.6.2021

2

Í vinnslu

  • 30.6.–2.9.2021

3

Samráði lokið

  • 3.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-132/2021

Birt: 15.6.2021

Fjöldi umsagna: 4

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Drög að reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta

Niðurstöður

Reglugerðin var í opnu samráði á samráðsvef stjórnvalda dagana 15. júní til 29. júní sl. Alls bárust fjórar umsagnir, þ.e. frá Hundaræktarfélagi Íslands, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Félagi ábyrgra hundaeigenda og Jóni Júlíusi Þórssyni. Þann 30. júní óskaði ráðuneytið eftir afstöðu Matvælastofnunar til umsagnanna sem barst 13. ágúst 2021. Sjá nánari samantekt í niðurstöðuskjali.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 200/2020.

Nánari upplýsingar

Lagðar eru til breytingar á núgildandi reglugerð nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta. Tillögurnar eru byggðar á reynslu af framkvæmd á gildandi reglugerð. Helstu breytingar sem lagðar eru til á gildandi regluverki lúta að ákvæðum sam hafa ekki skilað tilætluðum árangrin eða eru talin óþarflega íþyngjandi fyrir innflytjendur hunda og katta. Einnig lúta breytingarnar að skýrara orðalagi ákvæða reglugerðarinnar.

Lagt er til að skýra nánar tegundaheiti hunda í 1. tl. f. liðar 14. gr. reglugerðarinnar en lagt er til að bætt verði við heitunum „American Staffordshire Terrier“ og „American Bulldog“. Ástæðan fyrir því er sú að tegundirnar „Pit Bull Terrier“, „American Staffordshire Terrier“, „Staffordshire Bull Terrier“ og „American Bulldog“ teljast sem sama tegund en einungis sé um að ræða mismunandi afbrigði. Mikilvægt er að ekki leiki vafi á því að bannið taki til allra þessara tegunda þar sem hætta geti stafað af þeim.

Lagt er til að bætt verið við þremur nýjum hundategundum á bannlista f. liðar 14. gr. reglugerðarinnar sem eru „Cane Corso“, „Presa Canario“ og „Boerboel“. Matvælastofnun hefur borist umsóknir um leyfi til innflutnings þessara tegunda en um er að ræða hunda sem hætta getur stafað af og hefur Matvælastofnun hingað til hafnað slíkum umsóknum á grundvelli núgildandi 5. tl. f. liðar 12. gr. reglugerðarinnar. Þessar tegundir hunda búa yfir eiginleikum sem henta vel til veiða á stórum dýrum, sem varðhundar og til notkunar í dýraati. Geðslag og líkamsbyggð þeirra gerir það að verkum að nauðsynlegt sé að hafa sérstaka kunnáttu og sýna aðgát í allri umgengni við hundanna en annars sé hætt við að árásargirni komi fram sem haft getur alvarlegar afleiðingar fyrir menn og önnur dýr.

Lagt er til að krafa um opinbera áritun heilbrigðis- og upprunavottorðs verði felld úr gildi. Framkvæmdin hefur leitt í ljós að það sé íþyngjandi fyrir innflytjanda dýrs að þurfa að útvega slíkt vottorð. Það sé kostnaðarsamt, erfitt að nálgast hjá dýralæknayfirvöldum útflutningslands og oft þurfi að krefjast þýðingar á vottorðunum. Hin opinbera áritun hefur valdið töfum á skilum heilbrigðis- og upprunavottorða til Matvælastofnunar. Með því að heimila eingöngu innflutning frá viðurkenndum útflutningslöndum og krefjast opinberrar áritunar eru í raun settar tvöfaldar varnir gegn óréttmætum eða fölsuðum gögnum.

Lagt er til að gerð verði breyting á ákvæði um meðhöndlun gegn útvortis sníkjudýrum með sníkjudýralyfjum. Í núgildandi reglugerð er gerð krafa um að hundar og kettir séu meðhöndlaðir tvisvar sinnum en þau sníkjudýralyf sem algengast er að nota eru langverkandi í fjórar vikur. Lagt er til að að ef langvarandi lyf hafi verið notað í fyrri meðhöndlun skuli sú meðhöndlun einnig teljast sem seinni meðhöndlun að því gefnu að verkun lyfsins sé enn í gildi á innflutningsdegi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvælaöryggis og fiskeldis

anr@anr.is