Samráð fyrirhugað 15.06.2021—20.08.2021
Til umsagnar 15.06.2021—20.08.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 20.08.2021
Niðurstöður birtar

Skýrsla starfshóps um framtíðarskipulag heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni með neyslu- og fíknivanda

Mál nr. 133/2021 Birt: 15.06.2021 Síðast uppfært: 29.06.2021
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Sjúkrahúsþjónusta
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 15.06.2021–20.08.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Í þessari skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni með vímuefnavanda er grunnstefið samþætting og samvinna.

Heilbrigðisráðherra skipaði í byrjun júní 2020 starfshóp sem ætlað var að setja fram tillögur að heildstæðu framtíðarskipulagi heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni með neyslu- og fíknivanda. Til grundvallar tillögum hópsins liggur samþætting fræðilegra kenninga og þekkingar um þróun vímuefnanotkunar barna og ungmenna og samspil áhættu og verndandi þátta í því þróunarferli. Skilgreind eru viðfangsefni fyrsta stigs, annars stigs og þriðja stigs heilbrigðisþjónustu út frá samfellu forvarna til endurhæfingar og bata.

Fyrri hluti skýrslunnar inniheldur þennan fræðilega grunn. Seinni hluti skýrslunnar tekur stefnumið af frumvarpi til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barn. Á Norðurlöndum er að finna svokölluð fjölskylduhús sem gætu verið fyrirmynd að samvinnulíkani og byggist á því að ólíkir samstarfsaðilar á ábyrgð ríkis og/eða sveitarfélaga þrói heildstæðan þjónustuferil (e. care pathway) frá fyrsta stigi til þriðja stigs þjónustu fyrir börn og fjölskyldur. Fyrsta stigs þjónusta er veitt í nærumhverfi. Tillögur starfshópsins byggja á þessari stigun og bestu þekkingu um þjónustuþarfir barna og ungmenna með vímuefnavanda. Tillögum starfshópsins er ætlað að leiða til þróunar réttrar þjónustu, á réttum tíma, af réttum gæðum, veitta af réttum fagaliðum fyrir börn og ungmenni sem nota vímuefni eða hafa þróað með sér vímuefnavanda. Tillögurnar taka mið af lykilviðfangsefnum í samþykktri Heilbrigðisstefnu til 2030 og er að finna í lok hvers tölusetts kafla skýrslunnar.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.